Er enn að lesa Eddukvæðin. Í Lokasennu blæs Ægir til veislu. Allir eru hæst ánægðir, og þá sérstaklega með þjónustumenn gestgjafans, þá Fimafelg og Eldi. Loki verður eitthvað afbrýðissamur og drepur Fimafelg, sem verður til þess að æsirnir hálfpartinn púa hann burtu. Þegar út er komið, berst Loka það til eyrna að verið sé að baktala hann inni, og er ekkert hress með það. Þannig að hann ryðst aftur inn í veisluna og byrjar dissa viðstadda. Þetta sagði Loki um nokkra æsina:
Óðinn: Er ósanngjarn dómari og gefur lúserum oft sigurinn í bardaga.
Óðinn svarar: Heyrðu vinur, þú ert bara hommi. Enda hefurðu mjólkað kýr og fætt börn eins og kona. Feis!
Loki: Heyrðu nú mig, þú ert bara sjálfur hommi. Manstu ekki þegar þú barðir á trumbu eins og spákona. Er það ekki svoldið gay...?
Njörður: Loki rifjar upp þegar tröllkonurnar pissuðu á hann (hefur eflaust verið frekar neyðarlegt). Auk þess nefnir hann að Njörður hafi átt barn með systur sinni.
Týr: Fyrst gerir Loki grín að því að hann er einhentur (Ha ha ha, en fyndið. Óborganlegt grín!), svo talar hann um það þegar hann lagðist með konu Týs og átti með henni son. Spæló.
Heimdallur: Er bara einhver vaktmaður þarna í Ásgarði.
Þór kemur nú og segir við Loka: Heyrðu vinur, ef þú þegir ekki drep ég þig.
Loki svarar: Þú ert bara gunga, þorir ekki einu sinni að berjast við Fenrisúlfinn.
Þór: Þegiðu, annars...
Loki: Jáhh... ég man nú þegar þú faldir þig þarna í den fyrir einhverju aulum. Það var nú aulalegt, enda ertu þú algjör auli. Auli.
Þór: Þegiðu, annars brýt ég öll beinin í þér með þessum hamri (hefur vafalaust dregið upp Mjölni og sveiflað honum í hringi).
Loki: Jæja, ég held ég fari bara núna (enda er Þór yfirleitt alvara þegar hann hótar).
Að því loknu hreytti Loki einhverjum ónotum í Ægi og stakk sér til sunds í Fránangursfoss, í líki laxs. Þar höfðu goðin síðan upp á honum og reyrðu hann fastan með þörmum sonar hans. Eiturormur var svo látinn dingla fyrir ofan hann, hvaðan úr drupu eiturdropar með reglulegu millibili. Þar þurfti Loki að dúsa fram að Ragnarökum. The end.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home