Fékk hugmynd að smásögu. Ok. Aðalpersónan vinnur á kafbáti sem sekkur. Þeir eru sjö um borð og eiga súrefnisbirgðir í tvo daga. Forseti Rússlands talar við þá og lofar að bjarga þeim á þessum tveimur dögum. Aðalsöguhetjan hefur nú heyrt hann lofa ýmsu um tíðina og kaupir ekki þetta loforð. Hún hugsar sem svo: Til eru 7 x 2daga súrefnisbirgðir. Það jafngildir 1 x 14 daga súrefnisbirgðum. Þ.e. ef hann drepur hina, á hann sjálfur meiri séns á að lifa. Og er það ekki réttlætanlegt? Annars vegar að einhver lifi, á móti því að allir deyi? Og þar með ákveður söguhetjan að drepa hina. Þegar hann er búinn að því áttar hann sig á því að það er ekki nóg til af mat, þannig að hann afræður að éta þá sem hann var að drepa áður en þeir skemmast. Eftir tvo daga er honum svo bjargað. Þetta er vandræðalegasta mál fyrir söguhetjuna, enda búinn að borða alla vini sína að óþörfu. Hann reynir að ljúga einhverju; að þeir hafi gert þetta við sjálfa sig, en enginn trúir honum. Hans bíður hræðileg refsing. Það á að senda hann aftur niður í kafbátinn og láta hann hugsa um það sem hann gerði. Svo gerist kraftaverk. Fyrir ótrúlega tilviljun, kemur í ljós að þeir voru allir alræmdir glæpamenn, sem átti hvort eð er að kitla til dauða, og því er honum ekki refsað heldur er hann í staðinn sæmdur æðstu heiðursorðu Rússlands. Og hann lifði hamingjusamur til æfiloka. Endir.
(Jæja, jæja. Endirinn er kannski svoldið ódýr, en það má laga hann. Til dæmis með því að þetta hafi allt gerst á fyrsta apríl og þeir hafi ekki dáið ,,í alvörunni". Eða... ég veit ekki...)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home