Í gær las ég Hávamál í lestinni til og frá Lyngby. Í grófum dráttum snýst hún um það hvernig menn eigi að bera sig að í lífinu. Þó að vísurnar eigi að vera dregnar saman úr mismunandi áttum, átti ég auðvelt með að ímynda mér að einn maður hafi samið þær. Alla vega svona til að byrja með. Maðurinn er ágætlega þenkjandi, pínulítið vænisjúkur og hégómafullur. Eða, hégómafullur... Það er kannski ekki alveg rétta orðið. Honum er alla vega ekki sama hvernig hann stendur gagnvart öðrum. Og svo kemur það líka skýrt fram að hann þolir ekki bjána.
Ég er ekki alltaf sammála honum, en oft finnst mér hann hitta naglann ágætlega á höfuðið. Ein vísan finnst mér góð:
Vesall maður
og illa skapi
hlær að hvívetna.
Hittki hann veit,
er hann vita þyrfti,
að hann er-a vamma vanr.
Svona fólk þoli ég ekki. Felur sig á bak við fíflslegan hlátur. Sérstaklega fer í taugarnar á mér fólk sem fer að hlæja í staðinn fyrir að svara fyrir sig. Og með því að hlæja, er það að senda út skilaboðin að spurningin sé ekki einu sinni svara verð. Ha ha ha ha haaa... Svona flýr viðmælandinn af hólmi þegar honum berast óþægilegar spurningar. Með yfirlætislegum hlátri. Fullkominn aumingjaháttur. Þetta gerist mjög oft í pólitískum sjónvarpsrökræðum. Takið eftir því.
Jæja, ég ætlaði nú að skrifa eitthvað meira. En, nei.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home