föstudagur

Karíus og Baktus. Hvílíkir bastarðar! Vinna við að eyðileggja tennurnar í Jens. Af hverju? Hvað græða þeir á því? Af hverju laga þeir ekki tennurnar frekar? Það er uppbyggilegra. Er ekki alveg viss um að Thorbjörn Egner hafi hugsað þetta til enda. Þetta er eins og hryðjuverkamennirnir. Hvað græða þeir á því að sprengja strætisvagna? Jú, þetta er statement. Þeir vilja Bandaríkin burt frá Írak. En hvað? Eru þeir einhverju nær því að hrekja þá burt með því að sprengja upp vagnana? Ég get ekki séð það. Og í rauninni tapa þeir heilmikið á þessu. Þjóðin sem varð fyrir barðina á sprengjunni þjappast saman gegn málstaði hryðjuverkamannanna og þjóðarleiðtoginn fær aukið umboð til að beita sér gegn þeim. Og þeir sem tapa kannski mest á þessu eru aðrir múslimar (eða hvaða nafni hryðjuverkamennirnir töluðu), sem eru bara venjulegir menn, en eru síðan settir undir sama hatt og þessir hugsjónaidjótar.

Já, og svo er það annað. Í Kardimomubænum finna bófarnir ekki neitt, því allt er í rusli heima hjá þeim. Þeir nenna ekki að laga til og ákveða að stela konu til þess að gera það fyrir sig. Enn er Thorbjörn ekki alveg nógu korrekt í hugsun. Er ekki pælingin sú, að þeir stálu konu vegna þess að þær laga til? Konur laga til. Aldrei í lífinu hefðu þeir stolið karlmanni, því ef líku lætur hefði hann bara lagst í sófann og ruslað enn meira til.

Og bjuggu bófarnir ekki með ljóni? Það er álíka furðulegt og að einu sinni hafi bestu vinur Michael Jackson verið api (Bubbles). Ég átta mig ekki einu sinni á því hvernig það fúnkerar. Hvað hefur apinn mögulega getað lagt til málanna? Mér dettur ekkert í hug. En, já. Ég veit svosem ekki hvert ég ætlaði með þessar pælingar. Ég hef áhyggjur af því að ég sé að fá tannpínu, það var kannski bara það.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home