Nú er Baugsmálið aðeins byrjað að skýrast. Ákæruliðir eru 40 talsins og eru af ýmsu tagi. Flestir liðanna snúa að Jóni Ásgeiri og er hann meðal annars sakaður um tugmilljón króna fjárdrátt og umboðssvik. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að sex ára fangelsisdóm.
Á næstu dögum verður athyglivert að fylgjast með Baugsmiðlunum, því þeir munu að öllum líkindum reyna eftir fremsta megni að rétta hlut eiganda síns og að sama skapi sverta hlut ákæruaðila. Ef gripið er inn í einhvern miðilinn af handahófi, virðist þessi Davíð Oddsson vera hinn mesti fauti og níðingur. Og að aðalatriðið í þessu öllu saman, sé að líta á heildarmyndina. Að ekki megi slíta ákæruatriðin úr samhengi við þann hraða sem þurfi að viðhafa í íslensku viðskiptalífi ætli maður sér ekki að verða undir.
Gott og vel. Það má vel vera að íslensk lög sníði bisnissmönnum þröngan stakk. Og það má vel vera að þar þurfi breytinga við. En það á samt að fara eftir lögunum, sama hversu asnaleg þau eru. Og hvað Davíð Oddsson varðar, ætti honum að vera alveg sjálfsagt að beita sér fyrir rannsókn á Baugi. Ef þeir hafa hreinan skjöld, sannast það bara fyrir rétti og þeir koma tvíefldir til baka. Svo einfalt er það.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home