Nokkur ljót dönsk orð:
* 1800-tallet = 19. öld
* Mælkevejen = Vetrarbrautin
* Borte med blæsteren = Á hverfandi hveli (Held að okkar þýðing sé sótt í Völuspá, á meðan þeirra er frekar ódýr og rislítil þýðing á Gone with the winds.)
* Skildpadde = Skjaldbaka (Miklu líkari böku en pöddu - samt er örugglega verið að vísa í að skjöldurinn er á bakinu hennar [update: padde þýðir víst froskdýr af flokknum Amphibia, sem getur aftur á móti líka þýtt farartæki sem er jafnvígt á sjó og landi. Þannig að skildpadde er bara frekar flott orð, þannig séð.])
* Ubåd = Kafbátur
* Komputer = Tölva
Nokkur flott dönsk orð:
* Skraldespande = Ruslatunna (Er ekki réttari íslenska að segja rusltunna í stað ruslatunna?)
* Frikadeller = Kjötbollur (Maður fattar ekki hvað kjötbolla er ljótt orð fyrr en maður þýðir það beint yfir á dönsku: Kød-bolle.)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home