mánudagur



Ok. Í gær var ég að amast yfir Þórbergi Þórðarsyni og nálgun hans á raunveruleikann. Ég var aðeins að hugsa um þetta, og ég held að ég hafi verið of fljótur á mér að dæma hann. Málið er, að mín nálgun á það sem er raunverulegt er allt önnur en hans. Fyrir honum er veruleikinn það raunverulega, en hugurinn málsvari þess óraunverulega. Það meikar, þannig séð, alveg ágætan sens. Þannig að þegar hann talar um að vísindi, trú og listir séu óraunverulegar, að þá er það í þeim skilningi, að þetta eru allt huglæg fyrirbæri sem hvergi eru til í veruleikanum [1]. Sækni í þá áttina er því flótti frá raunveruleikanum.

Mér finnst raunveruleikinn endurspeglast miklu frekar í ástandi sálarinnar. Ef veruleikinn er fúll og þreyttur, virkar hann óraunverulegur á mig. Eina sem ég get mögulega fengið út úr lífinu á þeim tímapunkti, er í gegn um drauma eða einhvers konar hugsana-vellu. Og það er afskaplega óraunverulegt. En hins vegar, ef eitthvað í veruleikanum vekur áhuga minn, lifna ég við. Huglægir hlutir geta líka kveikt í mér, svosem eins og vísindi og listir, eða bara innihaldsrík samtöl. Upplifunin sem slík verður raunveruleg, þó að hún sé ekkert endilega áþreifanleg. Og á einhvern hátt, öðlast maður tímabundna lífsfyllingu [2].

Og þar með er það komið á hreint.


[1]
Jú, ég veit vel að listaverk eru áþreifanleg. En list er afstæð. Það er ekki hægt að benda á eitthvað og segja: Þetta er list! Þá getur einhver annars svarað: Nei, Jóhannes. Þetta er ekki list. Þetta er ruslatunna. Og þá myndi ég segja: En sérðu ekki hvað hún er heillandi. Hrein og falleg, og glitrar eins og sjálfur reeegnboginn. En samt svo skítug, ó, svo skítug! Ætli listamaðurinn hafi ætlað að endurspegla flærð mannskepnunnar? Undir lýtalausu yfirborðinu, kraumar sorinn og subbulegar hugsanir... Og þá fengi ég hnefa í andlitið. --- Ok. Ég er kominn af leið. En, já. Það sem ég er að reyna að koma orðum að, er að í rauninni ekki hægt að skilgreina list öðruvísi en sem einstaklingsbundna upplifun. Og sem slík er hún huglæg.

[2]
Sem er einmitt tilgangur lífsins. Að öðlast lífsfyllingu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home