sunnudagur


Páskaeyja

Páskaeyja er þekkt fyrir risastórar styttur sem standa þar á víð og dreif. Ég las mér aðeins til um eyjuna um daginn og komst að því að saga hennar er frekar athyglisverð.


Jú, þetta eru risastórar styttur. Og hvað með það? Kynni einhver að spyrja. Og jú, vissulega er ekkert merkilegt við stytturnar sjálfar. Þannig séð. Það sem er merkilegt við Páskaeyjar, er staðsetning þeirra. En ég bjó til skýringarmynd með hjálp frá Google-earth[1] til þess að átta sig á staðsetningunni.




Fræðimenn telja að einhvern tímann um 500 e.Kr. hafi bátur með 20 - 30 manns villst út af leið og ratað á þessa afskekktu eyju. Hún var skógi vaxin og auðvelt að draga þar lífið. Einu skepnurnar sem ferðafólk kom með sér voru hænsnfuglar og rottur. Að öðru leyti var eyjan án dýra.

Smám saman stækkar hópurinn og árið 1500 er áætlað að eyjaskeggjar hafi verið um 7000. Þá höfðu þeir skipst í hópa sem áttu í innbyrðis erjum. Steinhausarnir eru líklega verk þessa manna.

Eftir því sem mannfjöldinn óx, gekk töluvert á trjástofninn. En það var frekar slæmt, því tréin voru undirstaða allra allsnægta. Húsin voru búin til úr viði, laufin voru borðuð og net voru ofin úr rótum. Svo ekki sé minnst á grjótskúlptúrana, sem eru margra mannshæða háir og þungir eftir því. Tréin voru notuð sem hlunnar undir þá, en þeir voru dregnir yfir þvera og endilanga eyjuna, frá klettasvæðinu að flottara svæði. Því fór það þannig á endanum, að tréin kláruðust.

Lífskjörin urðu að engu, fólki fækkaði, flutti í hella og lagðist í mannát. 200 árum síðar kemur, ~árið 1720, villist einhver evrópskur ævintýramaður til eyjarinnar. Honum fannst ekki mikið til hennar koma né aumingjanna sem hana byggðu, en steinhausarnir vöktu athygli hans. Og þegar innfæddir voru spurðir um hvernig þeir hefðu verið búnir til (því augljóslega höfðu þeir verið fluttir þangað og augljóslega áttu þeir engin tól til að flytja þá), svöruðu þeir því til að hausarnir hefðu labbað þangað sjálfir frá klettabeltinu, en saga þeirra var löngu gleymd. Fimmtíu árum seinna kom næsta fley og sótti nokkra þræla.

Nú er eyjan aðallega notuð í beitiland og eru örfáir innfæddir þar eftir, sem halda utan um sauðfjárstofninn - ekki að þeim sé það í blóð borið að halda utan um stofna, en það er annað mál. En, já. Þetta finnst mér mögnuð saga.


[1]
Mjög flott forrit sem allir ættu að tékka á. Þar er hægt að sjá allan heiminn úr lofti. Til dæmis er hægt að telja rúllubaggana á túni
einu hjá bónda í Borgarnesi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home