Þórbergur segir, að þegar hann fór á sjóinn hafi grá og dapurleg nálægðin gefið honum bláa fjarlægð, fulla af af glæsilegu lífi. Baráttan gegn veruleikanum varð hlutskipti hans. Svo talar hann um að trú, vísindi og listir séu baráttan gegn skynfærunum. Hann vitnar líka í Maxim Gorkí, sem sagði að trú, vísindi og listir séu baráttan gegn veruleikanum.
Ég er þeim báðum hjartanlega ósammála. Það er ekkert raunverulegra en vísindi og listir (læt trúna liggja á milli hluta, en hún byggir á sjálfsblekkingu, sem getur aldrei verið annað en óraunveruleg). Er nokkuð sem er raunverulegra sannleikurinn? Og er það ekki það sem vísindin snúast um, að finna sannleikann? Og listir. Þegar ég les góða bók, hlusta á góða tónlist eða upplifi eitthvað sem hittir í mark, endurnærist ég allur. Það hitti í mark, vegna þess að fyrir mér var það raunverulegt. Það meikaði sens. Hljómaði rétt. Var ekta. Ef það er eitthvað sem er óraunverulegt, að þá er það vosbúðin og veltingurinn á sjónum. Allir dagar eins, gráir og dapurlegir. Og á endanum flýr maður á náðir drauma. Hvað er óraunverulegra en draumur?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home