miðvikudagur



Skólinn minn liggur í Lyngby, litlu bæjarfélagi rétt utan við Kaupmannahöfn. Lyngby er voða snotur bær, en ekkert meira en það. Ég var að hugsa um þetta um daginn, það er eins og hann skorti allan persónuleika. Mér datt bara einn staður í hug sem er minna spennandi en Lyngby, en það er Garðabær, sem er
með öllu sálarlaus.

Svo fór ég einhverra hluta vegna að hugsa um rómantísku skáldin (sem mér finnst yfirleitt hundleiðinleg), og þá sérstaklega Jónas Hallgrímsson. Hvað hefði orðið skáldskapinn, ef hann hefði búið í Lyngby? Órómantískari stað er vart hægt að finna[1]. Eitt leiddi af öðru, og allt í einu var ég byrjaður að semja rómantískt ljóð um Lyngby, líklega fyrstur manna. Ljóðið rann úr fingrunum og tók eina og hálfa lestarferð. Það er að sjálfsögðu samið í stíl Eddukvæða og er engu síðra, þó ég segi sjálfur frá
(og ef eitthvað er, talsvert betra). Ljóðið heitir Ó! Lyngby, fagra Lyngby! og er sjö erindi. Ég geri ráð fyrir að íbúar Lyngby taki þessum ættjarðaróði opnum örmum, og geymi það í munnmælum mann fram af manni, þangað til að einn daginn einhverjum dettur í hug að festa það á prennt. Bálkurinn gæti heitað: Sæmundar-Edda in danska. Og hver veit nema að eftir þúsund ár muni ungur stormhugi sækja innblástur í þetta ljóð, og takast á við það ómögulega verkefni að semja ljóð um Garðabæ.

En hér er ljóðið góða (og svo tek ég mér smá pásu í skriferíi næstu daga, enda frekar mikið að gera í skólanum).


Ó! Lyngby, fagra Lyngby!

Leiðat til Lyngby
lest of teinum
rennur.
Úti fyr durum
sól of brennur.
Heiðum himni
fuglar syngja
dirridí.

Lyngbystation,
alda augum,
lágreizt blasir.
Málmjó fnýs
og staðar nemur;
áir sínum innvið;
út vill alda mankind,
grön-at nokkurs spyrja.

Einn þar fann,
grán fyr járnum;
sverði prýddan,
skildi vaxinn.
Illt í hyggju,
gott-at getur.

Einn þar fann
á fleti fyr
er hótat hafði
hjálmaklett
af herðumk sníða.
- Vitið ér enn, eða hvað?

Tösku burt
af baki þeyti.
Og hnúa munda,
hreysti treystir,
hlakkat hróður auka.
- Vitið ér enn, eða hvað?

- Leggur úlf
mig al
á velli. -
Heiðum himni
fuglar syngja
dirridí.

Fótum neppur,
norna dómi
keikur hlýði.
Geiri studdur,
hlæ í hyggju,
níðs ókvíðinn.


[1]
Fyrir utan Garðabæ, að sjálfsögðu. Jafnvel nafnið sjálft er óspennandi. Garða-bær. Svona þegar maður skoðar Lyng-by, að þá hljómar það alls ekki svo illa. Lyngi vaxinn bær. Það er pínu rómantískt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home