mánudagur



Það er allt að verða vitlaust á Íslandi! Ritstjóri Morgunblaðsins
svarar fyrir sig í Mogganum í dag. Auðvitað er hann í svakalegri stöðu til að svara fyrir sig. Hvernig datt Fréttablaðinu í hug að stela og birta tölvupósta hjá þessum manni? Á sama hátt og þjófstolið efni berst upp á borð hjá Fréttablaðinu, berst það líka upp á borð hjá Mogganum. Hann hlýtur að eiga fulla kistu af óþægilegum sögum af Baugsfeðgum. Hvað eru þeir að spá?

Þetta svar er svo svakalegt, að ég hugsa að hér eftir steinhaldi Fréttablaðið kjafti og skammist sín. Eða, sem gæti líka gerst, að það reyni að svara Styrmi með ennfrekari rógburði og undirstiki þarmeð ómerkingsháttinn sem hefur verið þar í gangi undanfarna daga.

Ég skil bara ekkert í ritstjórn Fréttablaðsins að sökkva sér niður á þetta plan. Annað hvort hafa þeir neyðst til þess að birta þetta efni, vegna þess að eigendurnir hafa skipað þeim að gera það. Eða hafa bara svona ógurlega slaka dómgreind. Ég gæti trúað hvoru tveggja.

[Svo þarf ég að fara að læra. Er ekki enn búinn að skila, og mun ekki gera það á allra næstu dögum. En annar leiðbeinandinn gaf mér ótakmarkaðan frest, eins óheppilegt og það nú er, til þess að klára ritgerðina. Hver getur unnuð undir slíku pressuleysi?]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home