miðvikudagur



Eru orð sáraukafyllri en líkamlegur sársauki? Nei. Þau eru það ekki. Ekki nema að þau séu sögð svo hátt að það sprengi hljóðhimnuna. En ef það er ekki tilfellið, er svarið nei.

Eftir hálft misseri af japli, jamli og fuðri, áttuðu leiðbeinendurnir mínir sig á því, að andlegar refsingar bíta ekki á mig. Ég heyrði annan þeirra hvísla að hinum, að það væri eins og ég hefði enga samvisku, því ég fengi aldrei samviskubit. En það er ekki rétt. Ég hef samvisku og hún er bara nokkuð góð. En ég get svæft hana þegar ég vil, og það geri ég alltaf þegar þeir byrja að tala um fátæku börnin í Afríku. Samviskan er eins og áhyggjur, maður getur ráðið hversu mikil áhrif hún hefur á mann.

Það var ekki fyrr en þeir byrjuðu á líkamlegu refsingunum að ég byrjaði að að hlusta á þá. Hver hefur heyrt um svona lagað? Risastórt hamstrahjól, sem ég þurfti að hlaupa í ef ég náði ekki settum markmiðum. Múrsteinaburðurinn, þar sem ég var barinn áfram með svipu ef ég hvíldi mig. Höndin látin kremjast á milli tannhjóla í gamalli klukku. Algjört rugl. En... þetta virkaði. Á endanum settist ég við skrifborðið og opnaði bók.

Þangað til um daginn. Þá náði ég svipunni af þeim, og komst að því að þetta var ekki sársaukafyllra fyrir þá en mig, eins og þeir höfðu alltaf haldið fram. Og núna er ég bara í fínum málum. Þeir vinna verkefnið fyrir mig, og það eina sem ég þarf að gera er að haga mér eins og fantur og gefa þeim mat endrum og sinnum. Gott mál. Súrt kál.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home