Jæja, það fór eins og ég hafði vonað. Torben var slátrað þetta árið. En þetta er ekki búið. Það er víst líka hefð hérna í DTU að mastersneminn sem skilar inn þynnstu ritgerðinni er látinn éta hana (og sá sem skilar inn þykkustu er rassskelldur með henni). Jú, sko, venjulega hefði ég ekki áhyggjur af þessu. En einhverra hluta vegna er kominn saltstaukur á borðið hjá öðrum leiðbeinandanum mínu. Ég veit ekki. Og alltaf þegar ég hitti hann og gef honum stöðu mála, rennir hann augunum í áttina að stauknum. Getur verið að þeir séu búnir að sjá það út að ég verði rýrastur þetta árið? Æ, ég veit ekki. Til öryggis ætla ég að stækka letrið í 16, hafa línubilið tvöfalt og setja inn nokkrar myndir af Eyjafjallajökli. Verð samt að passa mig. Má ekki hafa hana of þykka.
sunnudagur
Jæja, það fór eins og ég hafði vonað. Torben var slátrað þetta árið. En þetta er ekki búið. Það er víst líka hefð hérna í DTU að mastersneminn sem skilar inn þynnstu ritgerðinni er látinn éta hana (og sá sem skilar inn þykkustu er rassskelldur með henni). Jú, sko, venjulega hefði ég ekki áhyggjur af þessu. En einhverra hluta vegna er kominn saltstaukur á borðið hjá öðrum leiðbeinandanum mínu. Ég veit ekki. Og alltaf þegar ég hitti hann og gef honum stöðu mála, rennir hann augunum í áttina að stauknum. Getur verið að þeir séu búnir að sjá það út að ég verði rýrastur þetta árið? Æ, ég veit ekki. Til öryggis ætla ég að stækka letrið í 16, hafa línubilið tvöfalt og setja inn nokkrar myndir af Eyjafjallajökli. Verð samt að passa mig. Má ekki hafa hana of þykka.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home