föstudagur



Líf mitt er fullt af gömlum konum. Ein þeirra sefur undir rúminu mínu, önnur býr í næsta húsi og þriðja er á fjórum fótum í stofunni, en hana nota ég fyrir borð. Allar eiga þær það sameiginlegt að vera yndislegar manneskjur og mér finnst ég vera heppinn að hafa kynnst þeim. Fyrir hálfu ári skrifaði ég ágæta smásögu sem lýsir vel hug mínu til eldri kvenna. En sagan hét einmitt Eldri konur og hana má nálgast
hér. Ég mæli með því að fólk prenti hana út og lesi hana rétt fyrir svefninn. Hún er mjög góð. Svo getur fólk líka lesið hana hvort fyrir annað. Eða sungið hana hvort fyrir annað. Eða sungið hana saman í kór. Já, möguleikarnir eru endalausir. En fyrsta skrefið er samt að prenta. Prenta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home