Að samnýta leigubíla. Um það snýst verkefnið mitt. En er ekki hægt að samnýta meira. Mér datt í hug kerfi þar sem eiginlega allt er samnýtt.
Ok. Í grófum dráttum er sólarhringurinn svona: 8 tímar af svefni + 8 tímar í vinnu + 8 tímar af leikjum. Væri ekki hægt að skipta fólki niður í þrjá hópa, nr. 1, 2 og 3, sem myndu skiptast á að gera þessa hluti. Þannig að þegar hópur 1 fer á fætur, fer hópur 3 að sofa, og þegar hópur 3 fer á fætur, fer hópur 2 að sofa. Þetta myndi allt gerast í sama húsinu í sama rúminu. Þeir gætu meira að segja deilt náttfötum. Svo, þegar einn hópur fer á fætur, myndu þeir að sjálfsögðu samnýta leigubíl á leið í vinnuna og tala um hvað þetta er sniðugur ferðamáti. Einn hringur yrði tekinn í kringum styttuna af mér, sem stendur á miðju frelsistorginu, og svo yrði haldið áfram til vinnu þar sem hópurinn á undan er leystur af hólmi.
Og svo er önnur pæling, ætti maður að skipta fólki í hópa eftir litarhætti. Hvítir ynnu á daginn, svartir á nóttunni og gulir í morgunsárið þegar sólin brosir sínu ylhýra ljósgula brosi. Eða skipta eftir kynjum. Karlar verðu deginum í skipulagningu og konurnar gengju svo til starfans á nóttunni. Eða öfugt. Konur gengju til starfans á nóttunni og karlar verðu deginum í skipulagningu. Þetta er ekkert óvitlaus hugmynd.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home