Skrímsli. Þetta orð. Skrímsli. Lýsir einhverjum alveg voðalegum óskapnaði. Nánari einkenni þeirra eru samt óljós. Hvað veit maður um persónuleika skrímsla? Frekar lítið. Samt veit maður að innræti þeirra er vont. Ásetningurinn er líka vondur, en hann er að hræða aðra. Hræða aðra með viðbjóði sínum og óhugnaði. Böö... ég er skrííímsli! Sérðu ekki hvað ég er ljótt? Ertu ekki hræddur? Segja þau og gretta sig. En... Æ, ég veit ekki. Ég skil þau ekki alveg. Jú, þau hræða, en hvers vegna? Hvað vakir eiginlega fyrir þeim? Hver er þeirra akkur?
Sum skrímsli fela sig undir rúmum (innsk: hvernig nenna þau því?). Og þegar tekur að dimma fara þau á kreik. Þá skríða þau undan rúminu í þeim tilgangi að hræða. Böö... ég er skrííímsli! Sérðu ekki hvað ég er ljótt? Ertu ekki hræddur? - Æ, ég veit ekki. Ég get ekki sagt að ég sé neitt svakalega hræddur. Maður veit alveg hvar maður hefur þau. Mér þætti það óþægilegra, ef einhver maður sem ég þekkti ekki neitt svæfi undir rúminu mínu. Eða einhver gömul kona. Þá fyrst liði mér illa. Hver er ásetningur þeirra? Og af hverju gömul kona? Myndi ég spyrja mig í hvívetna. Ef þau eru nógu klikkuð til þess að sofa undir rúminu mínu, get ég ekkert sagt til um hvernig þau hugsa.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home