Undanfarna tvo daga hefur stærðfræðijafnan sem þjófurinn skrifaði í ritgerðina mína verið að brjótast um í kollinum. Hún er eitthvað svo einföld, en segir samt svo mikið. Hvaða hundur yrði ekki ánægður með smá hundakex? Þessar hugsanir hafa verið mér slíkur hausbítur, að ég var hættur að geta einbeitt mér að ritgerðinni. Og hvað ef settur yrði köttur inn í jöfnuna í staðinn fyrir hund? Hvað þá?
Ég var orðinn svo forvitinn, að fyrr í kvöld bjó ég til gildru fyrir þjófinn. Ég límdi svona þjófa-nammi við gluggann minn, og við hliðina á því skildi ég eftir miða með eftirfarandi jöfnu: Köttur + hundakex = ?
Það verður gaman að vakna á morgun og sjá hverju hann svarar.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home