sunnudagur



Verður athyglisvert að fylgjast með fléttunni sem er í gangi hjá Fréttablaðinu núna. Í gær birtu þeir búta úr bréfum á milli Styrmis ritstjóra Moggans og Jónínu Ben þar sem látið er skína í eitt og annað. Þar var talað um að ,,fingraför Morgunblaðsins" þyrfti að afmá í þessu máli, og að tryggð Jóns Steinars við ,,ónefndan mann" væri meitluð í stein. Án skýringa hljómar þetta frekar illa og eins og að um einhvers konar samsæri sé að ræða. En þegar maður les
skýringar Styrmis, sem ég held að sé mætur og heiðarlegur maður, kemur annað í ljós. Auðvitað kemur fyrir, að maður í hans stöðu leiki hlutverk í atburðarrás eins og þeirri sem leiddi að Baugsrannsókninni. Sullenberger og Jónína leita til hans með glæpamál og vilja að hann fjalli um það í Mogganum, og vilja þannig hefna sín á Baugsmönnum. Styrmir segir einfaldlega, nei, þetta er glæpamál, farið þið frekar með það til lögreglunnar. Og hvernig gerum við það? spyrja Sulli og Nína á móti. Og Styrmir bendir þeim á Jón Steinar, sem ég held líka að sé ágætur maður. Þar með lýkur þætti Styrmis. Þetta finnst mér hljóma eðlilega.

En þá kemur að því sem ég var að hugsa. Ok. Fréttablaðið birtir búta úr bréfum sem augljóslega eru stolin. Það er mjög rætið og rotið, og ber ekki vott um góðan karakter. Þeir myndu líklega ekki leggjast svo lágt, nema vera vissir um að þetta komi þeim til góða. Í gær birtu þeir ,,fingraförin" og ,,ónefnda manninn". Í dag hafa þeir birt aðra búta úr bréfinu, og hafa eftir Styrmi að hann geti með engu móti gert grein fyrir þeim (sem ég held að hljóti að vera slitið úr samhengi). Ég spái því að þetta sé flétta hjá Fréttablaðinu. Þeir vita alveg hvað þeir eru að gera. Það hlýtur að vera. Bomban kom í gær. Þeir bíða þess að henni verði svarað. Þá koma þeir með eitthvað annað skúbb til að vega að trúverðugleika þeirra sem stóðu fyrir svörum. Þannig vinnur Fréttablaðið. Og máli mínu til stuðnings vísa ég í Fréttablaðið næstu daga. Þeir hljóta að hafa geymt eitthvað bitastætt fyrir mánudaginn. Eitthvað sem hægt er að rabba um í kaffipásunni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home