Þegar við systir mín vorum lítil, var stundum lesið fyrir okkur áður en við fórum að sofa. Oftast var lesið upp úr Nýju lífi eða Samúel, og einstaka sinnum var Bláa nunnan dregin fram. Nei nei. Bara bull. Þjóðsögurnar voru yfirleitt á boðstólnum og þar var Sæmundur Fróði uppáhalds fígúran mín. Ég var að hugsa um eina söguna um daginn, en hún segir frá þegar Sæmundur segir einni þjónustustúlkunni frá óskastundinni og að ósk hennar muni rætast ef hún óski sér nú. Hún óskaði þess að verða ólétt eftir Sæmund. Þegar Sæmundur frétti það, varð hann alveg brjálaður og rak hana úr vistinni. Og þar með lýkur sögu.
Ég get ekki annað en tekið ofan fyrir þessum manni. Að láta sér detta þetta í hug. Konan hans hefur komið til hans alveg brjáluð, vegna þess að sögusagnir voru uppi um að hann hafi barnað eina þjónustustúlkuna. Hann hefur orðið vandræðalegur. Ömm... ömm... Jú, sko... Ég get útskýrt þetta... Og svo kemur sagan.
Sama með Maríu mey. Hefur haldið framhjá og orðið ólétt. Ömm... ömm... Jú, sko... Ég get útskýrt þetta... Og svo kemur einhver vitleysa um heilagan anda.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home