sunnudagur


Mér hefur stundum þótt nafnið mitt vera of Biblíulegt. Það fór alltaf pínulítið í taugarnar á mér. Ég sá fyrir mér Jóhannes skírara þvo fæturna á læriföður sínum Jesú. ,,Fætur þínir eru hreinir, meistari." Ohh... hvílíkur auli! Hugsaði ég þá, og setti skeifu á munninn. Svo einu sinni datt mér í hug að gera Nýja Testamentið að nýju strætóbókinni minni. Ég blaðaði hratt í gegn um hana, en fann ekki kaflann um erótíska fótanuddið. Hins vegar gerði ég merka uppgötvun. Guðspjallamaðurinn Jóhannes var ekki sami maðurinn og Jóhannes skírari.

Það er frekar langt síðan ég las þetta, og ég segi kannski ekki alveg rétt frá, en ég ætlaði að segja frá örlögum guðspjallamannsins Jóhannesar. Þannig var, að einhver drottning varð yfir sig ástfangin af honum og vildi giftast honum. Hann þrást við og drottningin verður skúffuð og hendir honum í djúpa dýflissu. Líður og bíður og dag einn blæs drottningin til veislu. Mig minnir að þetta hafi verið að undirlagi einhvers annars, ég man það ekki, en þegar bakki drottningar er borinn fram liggur hausinn á guðspjallamanninum á honum, með lokuð augun og epli í munninum. Drottningin varð mjög ánægðu, og það var sungið og trallað í höllinni langt frameftir nóttu. En, já. Þannig dó guðspjallamaðurinn Jóhannes.

Þetta var miklu skemmtilegri saga en ég hafði þorað að vona. Og nú er ég alveg sáttur með Biblíuupprunann. Gott mál.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home