mánudagur



Ætli Baugsmenn fari ekki bráðum að átta sig á nauðsyn þess að vera með Ríkisstjórnina á sínu bandi? Ég var að velta þessu fyrir mér. Þeir hafa allt í hendi sér nema pólitískusana. Þurfa þeir ekki að fara að kaupa þá? Þeir verða helst að gera það, vilji þeir ekki missa flugið. Ríkisstjórnin vill hertar samkeppnisreglur og koma í veg fyrir hringamyndanir í viðskiptalífinu, eitthvað sem kæmi sér mjög illa fyrir Baugsmenn.

Ég sé fyrir mér að bráðum komi tími spilltra stjórmálamanna. Þingmanna sem skipta út hugsjónum sínum fyrir peninga. Kannski ekki beinhörðum peningum í svartri skjalatösku, heldur frekar peningar í formi frjálsra framlaga í kosningasjóði. Æ sér gjöf til gjalda. Og það hefur gerst, munið Ólaf Ragnar. Baugmenn keyptu hann á sínum tíma. Borguðu fyrir hann kosningaskuldirnar í kjölfar forsetakosninganna (minnir að þær hafi numið um 10 - 15 milljónum). Hann endurgalt greiðann með því að hafna fjölmiðlafrumvarpinu. Í kjölfarið bíður íslenskt þjóðfélag þvílíka niðurlægingu í ærumeiðingar-herferð Baugsmiðlanna. Eitthvað sem hefði aldrei gerst hefðu fjölmiðlalög verið til [1]. Gott múv hjá Óla.

Ég held að sé kominn tími til að stjórmálaflokkarnir opni bókhald sitt. Þá er ekki hægt að þiggja mútur, nema kannski í svatri skjalatösku.

[1]
Sem ég held að hafi verið ágæt lög, þannig séð. Og öðrum fannst það líka. Steingrímur J., Össur Skarphéðinsson (þó gæti mig misminnt með hann) og Ólafur Ragnar voru allir búnir að stinga upp á sambærilegum lögum áður.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home