Vasadiskó. Þetta er fyndið orð. Diskó sem maður geymir í vasanum. Diskó. Það er líka fyndið orð. Friskó líka. Líka að koma sér í bobba. Bobbi. Hvað er það? Eða darraðardans. Þegar allt gengur á afturfótunum. Ég hef alltaf ímyndað mér sveitaball í hlöðu einhvern tímann á 17. öld (eða var kannski bannað að dansa þá?). Maður að nafni Darraður hefur ætlað að heilla einhverja dömu, en með klaufalegum hreyfingum rak hann sig í hitt og þetta og á endanum hrynur hlaðan. Síðan þá byrjaði fólk að tengja dans Darraðar við klaufagang.
Á sænsku er vasadiskó kallað freestyle. Það finnst mér líka fyndið. Og í rauninni er það miklu betra orð (fyrir utan að vera sletta). Svíarnir reikna alla vega með að maður hlusti á eitthvað annað en diskó.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home