sunnudagur

Mogginn skrifar um elsta núlifandi Íslendinginn, Guðmund Daðason, fyrrverandi bónda á Ósi á Skógarströnd. Hann er 105 ára í dag. En það er ekki satt. Eftir að hafa grandskoðað myndina sem fylgdi með fréttinni komst ég að þeirri óvefengjanlegu niðurstöðu, að hann er í rauninni ekki lifandi. Augun komu upp um það.


Önnur frétt vakti undrun mína. Al-Qaeda segir Elísabetu drottningu Englands aðalóvin sinn. Þeir vita greinilega alveg hvað þeir eru að gera.

Handbolti bar á góma í gær, og gamlar útvarpslýsingar:
,,Héðinn... Bjarki... Guðmundur... Bjarki... Héðinn... Þorgils... Héðinn...
Bjarki... Guðmundur... Bjarki... Héðinn... Þorgils... Héðinn... Bjarki... Guðmundur... Bjarki... Héðinn... Þorgils... Héðinn... Bjarki... Guðmundur... Bjarki... Héðinn... Þorgils... Héðinn... Bjarki... Guðmundur... Bjarki... Héðinn... Þorgils... Héðinn... Héðinn... Og HÉÐINN...! Og Héðinn skýtur upp í rjáfrið...'' Bjarni Fel kunni þetta.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ojj (beinist að mynd) ég á ekki eftir að sofna í þúsund ár

-árni björn

sunnudagur, 20 nóvember, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home