laugardagur



Um daginn fór ég í kirkju. Það hef ég ekki gert lengi, en hingað til hefur kirkjusókn mín einskorðast við jól og ýmiss konar formlegar kirkjuathafnir. Predikunin var góð, og ég gæti alveg hugsað mér að sækja fleiri messur. En eitt fannst mér undarlegt. Hann talaði um að sonur Guðs almáttugs héti Jesú og að Kristur væri hans titill. Ok. Fyrir það fyrsta hélt ég að Kristur væri hluti af nafninu hans, ekki titill. Og í öðru lagi skil ég ekki hvernig titillinn fúnkerar. Fyrir mér tákna titlar annað hvort starfsheiti, eða þá (virðingar)stöðu sem viðkomandi hefur. Til dæmis málarameistari eða generáll. Hvað gerir maður sem er Kristur? Skal ekki segja.

Já, og svo er það annað. Þegar tognaði úr kauða bar hann nafnið Jesú. En þegar hann var lítill var hann alltaf kallaður Jesúbarnið. Það er alltaf talað um Jesúbarnið í jötunni, aldrei Jesú. Svo varð hann Jesúunglingurinn. Og loks Jesú. Jesú Kristur. Meeerkilegt.

3 Comments:

Blogger Palli said...

Biblían snertir ekkert á jesúnglingaveikinni.

sunnudagur, 13 nóvember, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Vantar fleiri myndir, drífa sig í því

sunnudagur, 13 nóvember, 2005  
Blogger Jói Ben said...

Myndir frá því í sumar, hvenær ég var með feita kótilettubarta, eru á leiðinni.

Og jú. Palli. Í þriðja versi Mattheusarguðsspalls segir: Þá Jesúunglingurinn gekk með lærisveinunum. Þá hann gekk svo glaður. Þá hann var svo kátur. Þá hann sagði: Ó, Jóhannes! Hví setjið þér ætíð fótinn fyrir mig. Og Jóhannes svaraði. En, herra! En, meistari! En þér gangið ávallt fyrir mér! Hví, ó, hví gerið þér það? Og Jesú breytti vatni í vín. Og þeir féllust í faðma. Og þeir héldu för sinni áfram. Og Jesúunglingurinn var kátur. Og Jesúunglingurinn hló og grínaði. Hann var mjög kátur.

sunnudagur, 13 nóvember, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home