föstudagur


Bush Bandaríkjaforseti talar um alnæmivanda Afríku (og svarar gagnrýni heimsins að Bandaríkjamenn hafi meiri áhuga á að græða á vandanum en að leysa hann.):

„Ég trúi því að Bandaríkin hafi yfir að ráða einstökum hæfileikum og fylgi sérstakri köllun í baráttunni gegn þessum sjúkdómi. Við fylgjum þeirri trú að Höfundur lífsins hafi gefið sérhverju lífi virði sem er óviðjafnanlegt.“

Þessi setning er næstum því óskiljanleg fyrir málskrúð. Eftir að hafa lesið setninguna aftur, komst ég að þeirri niðurstöðu að hana mætti endurskrifa á eftirfarandi hátt:

„Bandaríkjamenn geta öðrum fremur barist gegn alnæmi. Ástæðuna má í finna í trúarköllun okkar, en hún segir að hvert líf sé einstakt.

Þetta er mun skýrara. Rökstuðningurinn er veikur, eins og oftast þegar menn leita réttlætinga í trúnni. En ég ætlaði mér samt ekki að tala um inntak setningarinnar, heldur það hvernig hún var upphaflega reidd fram. Inntak hennar kafnar í íburði og orðaskrúð. Og
„inntak“ hennar verður því: Bandaríkjamenn eru göfugir og rávandir. Við öxlum ábyrgð í baráttunni gegn alnæmi. Þetta er það sem 95% fólks heyrir, en það er ekki það sem hann er að segja. Ónei. Okkar ástkæri forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, gerir þetta líka. Felur vitleysuna á bak við háfleygt og ruglingslegt orðalag. Maður spyr sig alltaf: Hvað meinar maðurinn?

Ég reyndi einhvern tímann fyrir forvitnissakir að lesa Mein Kampf eftir Hitler. Þar er hann að reyna að réttlæta einhverja tóma dellu, en málið er að það er bara ekkert hægt. Hann beitir akkúrat sömu tækni og Bush. Felur sig í kjarri glæsilegra orða. Þetta er með öllu óþolandi.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hann hefði getað sagt:

Bandaríkjamenn eru bestir í því að berjast við alnæmi því þeir bera virðingu fyrir hverju lífi.

En þá þyrfti hann líka að bæta þessu við: Ekki gleyma því að ég er mjög trúaður og allir sem trúa á guð eiga að kjósa mig. Svo er ég líka mikill stílsnillingur og allir sem ekki skilja það sem ég segi eiga að kjósa mig af því að ég er gáfaðri en þeir. Höfundur lífsins er snilldarfyrirsögn eins og Höfundur Íslands, sem varð metsölubók. Og þar að auki er virði lífsins mikið þannig að ég er ekki að gera þetta bara af góðmennsku heldur er þetta líka góður bisness.

En Goggi (eða Búsi eins og við Helgi Hóseasson kjósum að kalla hann) kom öllu þessu í tvær langar setningar sem fáir myndu leika eftir honum. Hann er líka næstbesti forseti í heimi, næst á eftir Ólafi Ragnari.

laugardagur, 03 desember, 2005  
Blogger Jói Ben said...

Þú kallar hann snilling fyrir að hafa náð að sjóða þetta saman í tvær setningar. Nýjasti súperrithöfundur Íslands, Sjón, hefði geta orðað þetta með einni setningu:

Bandaríkjamenn eru bestir í því að berjast við alnæmi því þeir bera virðingu fyrir hverju lífi og ekki gleyma því að ég er mjög trúaður og allir sem trúa á guð eiga að kjósa mig og svo er ég líka mikill stílsnillingur og allir sem ekki skilja það sem ég segi eiga að kjósa mig af því að ég er gáfaðri en þeir og höfundur lífsins er snilldarfyrirsögn eins og Höfundur Íslands sem varð metsölubók og þar að auki er virði lífsins mikið þannig að ég er ekki að gera þetta bara af góðmennsku heldur er þetta líka góður bisness.

Hann kann þetta.

laugardagur, 03 desember, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Já hann vill að Afríkubúar einblíni ekki svona mikið á ódýr lyf og smokka sem lengja líf og minnka smithættu heldur stundi skírlífi sem er í sókn í USA...

Hann er greinilega að ruglast á orsök og afleiðingu. Hamborgarar, franskar og joggingbuxur með stretch myndu einfaldlega gera það að verkum að öll kynlöngun væru fljótt úr sögunni.

mánudagur, 05 desember, 2005  
Blogger Jói Ben said...

Já, það er örugglega eitthvað til í þessu hjá þér. Hann hugsar örugglega með sér, að ef þessir skurðgoðadýrkendur fylgdu sömu trúarsannfæringum og bandaríkjamenn, væri alnæmi ekki vandamál. Að með skírlífi væri hægt að komast hjá því að alnæmisveiran grasseri.

miðvikudagur, 07 desember, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home