miðvikudagur

Einn ágætur vinur minn segir, að hægt sé að skipta fólki niður í þrjá hópa. Á toppnum tróna yfirburðaeinstaklingar og þeir tala um hugmyndir. Í flokki tvö eru meðal-Jónarnir og þeir tala um hluti. Og á botninum er ómerkilegt fólk, en það talar um hvort annað.

Mér finnst þetta ágæt flokkun hjá honum og fór strax að velta því fyrir mér í hvaða flokk ég færi. Eftir að hafa rennt í gegn um færslurnar á síðunni minni, komst ég að þeirri niðurstöðu að 24% af efninum væri hægt að setja í efsta flokkinn, 42% í flokk tvö og 2% í flokk þrjú (færsla þar sem ég hálft í hvoru baktalaði Osló var hálfómerkileg). Sumar færslur gat ég ekki sett í neinn flokk og þær kallaði ég bara bull. En það er 32% af efninu. Ég þarf að fara að rétta þetta hlutfall.

En, já. Svo ég snúi mér að einhverju allt öðru; einhverju sem gripið er af fullkomnu handahófi. Hmm... Bara eitthvað. Til dæmis: Er einstaklingshyggja orsök eða afleiðing kapítalisma? Eða sitt lítið af hvoru? Eru femínistar fæddir heimskir eða hefur þjóðfélagið alið þetta í þá? Eða er það kannski ég sem er heimskur? Er raunveruleikinn ,,raunverulegur"? Eða er hann afstæður (mín upplifun sú eina sem er raunveruleg, og allt annað verði að skoðast frá þeim vinkli)? Mun einhver nokkurn tímann skilja þessar raunveruleika-hugrenningar? Nei, bara að spá. Mínir venjulegu þankar. Jamm og já. Ósköp venjulegir þankar á venjulegum degi.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Stundum ertu svo djúpur að ég pissa smá á mig...

mánudagur, 02 janúar, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

I want not acquiesce in on it. I think precise post. Particularly the title attracted me to study the intact story.

laugardagur, 16 janúar, 2010  
Anonymous Nafnlaus said...

Nice fill someone in on and this fill someone in on helped me alot in my college assignement. Gratefulness you on your information.

miðvikudagur, 20 janúar, 2010  

Skrifa ummæli

<< Home