þriðjudagur



Gagnrýni a femínista og málfræðing er að finna í kommenta-kerfinu (einhverra hluta vegna vill blogger-kerfið ekki birta þessa færslu).

8 Comments:

Blogger Jói Ben said...

Venjulega les ég Moggann spjaldanna á milli. Gleymi mér jafnvel í minningargreinunum ef svo ber undir. En síðustu misseri hef ég dalað, enda búið í Danmörku og ekki haft greiðan aðgang að blaðinu. Nú fyrr í kvöld var ég að endurnýja kynni mín við Moggann. Ó, hvað ég hafði saknað hans! Allar fréttir ágætlega fram reiddar og umræðan skoðuð frá sjónarhorni allra þátttakenda. Ég þrífst á svona löguðu. Þetta er eitthvað annað en þunnsoðnar fréttir úr sneplunum sem dreift er ókeypis í dönsk samgöngufarartæki.

Á blaðsíðu 48 í sunnudagsblaði Moggans eru tvær athyglisverðar greinar. Önnur skrifuð af femínista sem er algjörlega úr takt við raunveruleikann, og hin af málvísindamanni sem líka er úr sambandi við raunveruleikann.

Sigríður Mjöll er forkunnarfögur yngismær, með rjóðar kinnar og rauðar varir. Hún skrifar opið bréf til forseta og forsætisráðherra og fordæmir þá fyrir að senda íslensku fegurðardrottningunni (hvað svosem hún nú heitir) heillaóskir. Henni finnst þeir sýna slæmt fordæmi, að drottningin hafi ekki verið fulltrúi allra Íslendinga [1], og fer fram á afsökunarbeiðni þeirra. Úff... Hvílíkur leiðindapúki.

Af hverju þurfa femínistarnir alltaf að vera svona neikvæðir? Af hverju mega Íslendingar ekki vera ánægðir með að vinna Ungfrú heim? Og hvað á að skammast sín fyrir? Að við eigum sætustu stelpuna? Það er bara allt í lagi. Og í rauninni er það bara nokkuð töff. Rétt eins og að eiga sterkasta strákinn.

En Sigríður horfir á þetta öðrum augum. Þetta er kjötmarkaður. Eða, eins og hún orðar það svo skemmtilega sjálf: ,,Hér á landi eru haldnar blautbola- og nektardanskeppnir. Styðja forseti Íslands og forsætisráðherra slíka starfsemi? (innsk: feis!) Nektardanskeppnir er rétta orðið yfir þær keppnir sem Ungfrú Ísland og Ungfrú heimur eru. [...] Það eru sorgleg áhrif klámvæðingarinnar [2] að fegurðarsamkeppnir eru að verða hluti af okkar samfélagi."

Æ! Heimsku femínistar! Þetta snýst bara um sjónarhorn. Ef þú vilt taka klámvinkilinn á þetta, að þá er það hægt. Svo er líka hægt að taka venjulega vinkilinn á þetta; að hún hafi verið fegursta fljóðið og ekkert meira en það. Þarf maður ekki að vera svoldið brenglaður til að vega allt og meta út frá klámvinklinum?

Og ein pæling. Hvað um fegurðarsamkeppni karla? Eru þær niðurlægjandi? Eru þeir fórnarlömb klámvæðingarinnar? Sveittir og lostafullir þátttakendur í nektardanskeppni? Nei, mér þætti gaman að heyra þeirra vinkil.

Jæja, nóg um það. Við unnum, og það er allt í lagi að vera ánægð með það.

Hin greinin er innrömmuð og ber titilinn: Er þetta vandað mál? Höfundurinn heitir Halldór Þorsteinsson og er skólastjóri Málaskóla Halldórs. Hann tekur dæmi, þar sem tvö ungmenni ræða saman:

Frændi minn fór erlendis fyrir einhverju síðan til þess að versla sér flottan og ógeðslega expensivan jeppa.

Sá eldri svarar:

Sjúperkúl hjá honum. Pabbi minn fór líka hérlendis fyrir einhverjum fáum dögum síðan til að versla sér fjóra eða fimm eyðifarma fyrir skít og ingenting.

Og svo veltir höfundur upp nokkrum spurningum um hvers konar málfyrirbæri séu hér á ferðinni. Ok. Þessi maður er greinilega ekki í sambandi við raunveruleikann. Ég er búinn að feitletra þau orð sem ungir strákar myndu aldrei nota.

Ungir strákar hefðu sagt, að hann hafi farið til útlanda. Og mér finnst uppástunga Halldórs ljót: ,,að hann hafi farið utan". Enginn myndi segja expensivan. Ég held að litlir strákar myndu frekar segja kúl í staðinn fyrir súperkúl. Súper er notað hér á óeðlilegan hátt sem áhersla. Ég myndi segja að kúl væri notað á svipaðan hátt og töff. Að segja: ,,Súpertöff hjá honum" er bara vitleysa. Og reyndar er það líka óeðlilega að segja ,,kúl hjá honum". Litlir strákar myndu einfaldlega láta sér nægja að segja ,,kúl". Enginn myndi nota hérlendis á þennan hátt. Það er beinínis rangt að taka það sem dæmi í umvöndunargrein sem þessari. Og loksins er skít og ingenting tungumál sem eldra fólk notar - og þó gætu litlir strákar svosem alveg notað það líka. Samt tæplega.

Ef hann ætlar að gagnrýna tungumálið sem ungt fólk talar, þá verður hann að leggja þeim eðlilegri orð í munn. Svo að ég tali nú tungumál æskunnar: Hann þyrfti að vera meira streetwise. Það er enginn vandi að búa til einhverja vitleysu og gagnrýna hana síðan eftir á [3]. Ég held að Halldór hafi einfaldlega skrifað þessa grein til þess að hífa sjálfan sig upp meðal fræðimanna og auglýsa skólann sinn í leiðinni. Ekki töff.

Æjá. Þetta er ágætt.

[1]
Það sama væri reyndar hægt að segja um Ólaf Ragnar og Halldór Ásgríms. Ólafur fékk 40% atkvæða í síðustu forsetakosningum. Kosningum þar sem hann var eini alvöru frambjóðandinn. Og mig minnir að Framsóknarflokkurinn hafi fengið um 15% atkvæða. Tveir af hverjum fimm kusu Ólaf og þrír af hverjum tuttugu kusu Halldór og hans fylgisveina. Ekki er það nú mikið.

[2]
Hvaða orð er þetta. Klámvæðing? Ok. Ég skil hvernig maður einkavæðir fyrirtæki. En hvernig klámvæðir maður eitthvað? Og hvað er hægt að klámvæða? Jú, ok. Kannski er hægt að klámvæða dagblöð. Setja inn mynd af fáklæddri dömu reglulega, og þá væri búið að klámvæða það. En er það svo slæmt? Nei, ég spyr. Er þetta ekki bara ágæt væðing.

[3]
Samanber fullyrðingar Bandaríkjamanna um gereyðingarvopnaeign Íraka, sem síðan var notuð til að réttlæta innrás.

þriðjudagur, 20 desember, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Góð redding :)

þriðjudagur, 20 desember, 2005  
Blogger T said...

Súperkúl grein!

miðvikudagur, 21 desember, 2005  
Blogger Jói Ben said...

Toooommmmiiiii!!!

miðvikudagur, 21 desember, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Æ! Heimsku femínistar!
Hummmm ég varð að kommenta við þetta......

Ég las líka þessa grein, hún fékk mig nú bara til að brosa. Ég meina það eru til öfgar í femínistum eins og öllu öðru......

Þú þarf ekki að setja alla femínista undir sama hattinn.

Ég er femínisti, þegar ég sá að hún stelpa var ungfrú heimur þá hugsaði ég, já ok flott hjá henni bara. Hef samt bara aldrei skilið hvernig nokkrir aðilar geta ákveðið hvað fegurð er............

Ég gæi líka sagt núna:
Æ! Heimski þú!
........en ég meina fólk má hafa skoðanir ´ik ;)

fimmtudagur, 22 desember, 2005  
Blogger Jói Ben said...

Hvað felst í því að vera femínisti? Ég á erfitt með að átta mig á því. Ok. Ég veit hvernig jafnréttissinnar eru. Þeir segja: Við viljum jafnrétti karla og kvenna. Og það vil ég líka. Annað væri bara asnalegt. En femínistar eru eitthvað meira. Það hlýtur að vera - annars væru þeir ekki að aðgreina sig frá jafnréttissinnum. Og nú veit ég ekki hvort að ég fari með rétt mál, en eins og þetta blasir við mér, eru femínistar öfgafullir jafnréttissinnar. Eða, er það ekki?

Og er nokkuð til sem heitir öfgafullur femínisti? Eru það ekki einmitt öfgarnar sem gera femínista að femínista? Og það að segjast vera hógvær femínisti, er það ekki það sama og að vera jafnréttissinnaður einstaklingur? Ert þú, Björg, ekki bara jafnréttissinni? Nei, ég spyr. Hver er munurinn á jafnréttissinna, hógværum femínista og öfgafullum femínista?

Eins og þetta blasir við mér, að þá eru það öfgarnar sem greina femínista frá jafnréttissinnum. Og mér finnst öfgarnar í flestum tilfellum heimskulegar. Þess vegna finnst mér bara allt í lagi að segja: Heimsku femínistar!

p.s.
Þarna, þegar þú sagðir: ,,Æ! Heimski þú!“ Meintir þú ekki: ,,Æ! Vel upplýsti þú!“ Var það ekki?

p.p.s.
Og þegar út í það er farið, eru fegurðarsamkeppnir frekar hallærislegt fyrirbæri. Bæði er það asnalegt, að nokkrir einstaklingar skeri úr um það hver er fallegust. Það er náttúrulega bara afstætt. Og svo finnst mér keppikeflið líka vera asnalegt: Að vera sem sætust. Hvers konar viðurkenning er það? Og hverjum er ekki sama?

fimmtudagur, 22 desember, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

haha :) nei ég var sko ekki að meina að þú værir heimskur. Mér finnst 17 ára stelpa í háskóla íslansd heldur ekkert heimsk. Ég er bara ekki sammála henni. (já einmitt, stóð ekki að hún væri 17 ára háskólanemi, stelpan í mbl. á sunnudaginn)

.................
Öfga femínistar fyrir mér eru einmitt femínistar eins og stelpan sem skrifaði í moggann á sunnudaginn. Að vera femínisti fyrir mér snýst ekki um að vera með hár undir höndundum og loðna píku. Hvort ég máli mig eða ekki. Hvort það einhver sé að taka þátt í fegurðarsamkeppni eða ekki

Hvað er femínisti fyrir mér?

Tökum mig sem dæmi:

•Ég vil jafnrétti kynjanna
•Ég vil útrýma kynbundum launamun, bæta stöðu kvenna á vinnumarkaði og auka hlut kvenna í stjórnun og stjórnmálum
•ég er á móti klámi. OK hvað er klám: klám fyrir mér er þegar kynlíf verður að ofbeldi. Þegar þriðji aðilinn græðir á niðurlæginu annarra. Þá vil ég taka það fram að mér finnst klám vera bæði niðurlægjandi fyrir karlmenn sem konur.
•Að stuðla að samfélagi sem tekur mið af mismunandi hagsmunum og sjónarmiðum karla og kvenna
•ég vil að mannréttindi kvenna séu virt
•hverskonar ofbeldi gegn konum verði ekki liðið.

Er ég kannski bara hógvær femínisti?

Getur vel verið............

föstudagur, 23 desember, 2005  
Blogger Jói Ben said...

Þú tekur fyrir sex punkta. Ég er sammála þeim öllum, fyrir utan kannski punkt fimm. Mannréttindi kvenna ættu ekki að vera virt (eða að minnsta kosti eitthvað skert á við mannréttindi karla). En ef við lítum um stund framhjá punkti fimm, að þá finnst mér þetta allt vera sjálfsagt.

Án þess að fara út í neina díteila, að þá myndi ég segja að jafnréttissinni gæti kvittað með góðri samvisku undir alla liðina sem þú tekur fyrir. Og þó er ég ekki viss um að hann væri svo fókuseraður á klámið. Þar eru femínistarnir með meiri áherslur.

En femínisminn býður líka upp á búllshitt. Gott dæmi er fegurðarsamkeppnin um daginn. Að vera á móti henni er bara rugl. Og svo, þegar femínistarnir lentu í holskeifu fúkyrða í kjölfari heimskulegar skoðana, reyna þeir að bera í bætifláka með þessari fréttatilkynningu: http://photos1.blogger.com/blogger/604/2/1600/feministaofsoknir.jpg
Æ, mér verður illt af að lesa þetta. Illt í höfðinu, maganum, augunum, eyrunum, nefinu, tönnunum, puttunum og tánum. En fyrst og síðast verður mér illt í sálinni. Þær reyna að gúddera árangur Unnar á grundvelli einhverrar hæfileikakeppni. Hvílík della. Þetta er ekki hæfileikasamkeppni. Þetta er fegurðarsamkeppni. Tannlaust gerpi hefði aldrei unnið hana, alveg sama hversu hæfileikaríkt það væri.

Eins var ég á heimasíðu femínista áðan. Þar stendur: Gáttaþefur óskar sér að einhverjir jólasveinar væru konur (http://www.feministinn.is/anno2005/jol/gattathefur.gif).

Þetta eru dæmi um ruglið sem ég get bara ekki með neinu móti gúdderað. Mér finnst það heimskulegt. Sorrí about it.

p.s.
17 ára í Háskólanum. Það hljómar ekki rétt. En, jamm. Gæti verið.

föstudagur, 23 desember, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home