fimmtudagur



Um daginn gerði Pawel ummæli Guðna Ágústssonar um „feita Bandaríkjamenn“ að efniviði
Deiglupistils síns. Honum finnst óviðeigandi að maður í stöðu Guðna haldi á lofti stöðnuðum hugmyndum manna um ákveðna hópa, eins og til dæmis feita Bandaríkjamenn, gráðuga gyðinga, þjófótta sígauna eða drykkfellda Rússa. Ég er alveg sammála Pawel, þetta er óviðeigandi hjá Guðna. En það er ekki það sem ég ætlaði að tala um, heldur þessar staðalímyndir sem Pawel talar um.

Svíar hafa gott heilbrigðiskerfi og ljóshærðar flugfreyjur, Norðmenn eru leiðinlegir, Finnar þunglyndir, Þjóðverjar duglegir, Frakkar lífskúnstnerar, Ítalir aumar mannleysur og svona mætti lengi telja. En það sem fer pínulítið í taugarnar á mér eru Danirnir. Þeir eru alltaf sagði svo ligeglad. Hvað þýðir það?

Ohh… akkúrat núna virkar tölvuorðabókin ekki. En ég man það greinilega, að í menntaskóla var mér kennt að ligeglad þýddi blátt áfram. Það er tóm della. Eftir því sem ég fæ best skilið, er orðið algjör andstæða „blás áframs“. Ég myndi segja að manneskja sem er ligeglad, láti sér allt í léttu rúmi liggja.

Og það er rétt. Danir láta sér allt í léttu rúmi liggja. Það er grunntónninn í þjóðarsál þeirra. Í kjölfarið verður allt þjóðfélagið afslappaðra, en það er samt á kolröngum forsendum. Ég gleymdi nefnilega að segja frá milliskrefinu:

Fólk lætur sér allt í léttu rúmi liggja -> Enginn axlar neina alvöru ábyrgð -> Þjóðfélagið verður afslappaðra.

Athugið, að ég segi að enginn axli neina alvöru ábyrgð. Það er mikill munur á því og minniháttar ábyrgð, sem Danir virðast finna sig knúna til að fylgja. Þeir elska litlu reglurnar og formsatriðin. Og ef breytt er útaf af þeim, er tuðað og tuðað. Ef hjólað er á móti umferð, er alltaf einhver „ábyrgðarfullur“ Dani tilbúinn að láta mann heyr það. Eins má telja tryggð þeirra við græna karlinn. Enginn gengur nokkurn tímann móti rauða karlinum! Ef boðið er í partý klukkan níu, mæta allir klukkan níu. Uden spørgsmål. Og svo get ég tekið dæmi um íslenska stelpu sem klemmdi sig á formsatriðadýrkun Dananna. Henni var boðið í mat hjá dönsku pari, en var síðan rukkuð um rafmagnið sem ofninn tók í að hita matinn. „Jú, við buðum þér í mat. En við sögðum ekkert um ofninn…“ Og svo þurfti greyið stelpan að leggja út þessa tvær krónur sem hún skuldaði í rafmagn (20 íKr). Það er rugl.

En þetta voru minniháttar mál. Þegar ábyrgðin er alvöru fela Danirnir sig. Ég þekki dæmi þar sem fylliraftur ætlaði að berja eiginkonuna sína í strætóskýli einu. Hann hélt henni upp við vegg með krepptan hnefa reiddan til höggs. Fjórir ungir og fullfrískir karlkyns Danir stóðu hjá og þóttust ekki taka eftir neinu. Það var ekki fyrr en íslensk stelpa hljóp á milli, að róninn tók sönsum. Annað dæmi: Roskinn maður dettur í rúllustiganum á leið í metróið og rotast. Hellingur af fólki horfir á hann færast niður, en enginn gerir neitt. Loksins stekkur íslenskur strákur til, hringir á sjúkrabíl og gerir að manninum. Hver veit hvað hefði gerst hefðu íslendingarnir ekki verið á staðnum. En svona geta Danir stundum verið ligeglad.

Æ, þetta er orðið lengra en ég ætlaði mér. Og ég er ekki einu sinni viss um að minn skilningur á orðinu ligeglad sé réttur. Ef einhver er með betri tillögu, endilega láti hana flakka í kommentakerfið. Í verst falli er þetta ágæt þjóðfélagsádeila.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Kannski eru þeir ekki ligeglad... bara forlagatrúar. "Hann átti að detta og rota sig vegna þess að það voru örlög hans sem syndugs manns. Já og allir menn eru syndugir!" Þessu hvíslaði Dani að mér rétt í þessu... (Af hverju kommentar hann ekki sjálfur?)

Siggi Arent

föstudagur, 16 desember, 2005  
Blogger Jói Ben said...

Já. Forlagatrú. Hún meikar engan sens. Ef ég spyr: Af hverju? Að þá fæ ég svarið: Bara. Hvernig er hægt að díla við þannig fólk? Það er ekki hægt.

En ég er hins vegar ósammála vini þínu að allir séu syndugir. Til dæmis hef ég ekki drýgt neinar syndir (fyrir utan Erfðasyndina, að sjálfsögðu. Hvað var hún að pæla að fá sér bita af þessu epli?). Og ég er nokkuð viss um að þú Siggi hefur ekki syndgað. Eru þeir ekki bara að tala um sjálfa sig, þessir lastafullu nautnabelgir. Þ.e. Danir. Er það ekki?

laugardagur, 17 desember, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Vinur minn dvaldi um nokkurt skeið á eynni Balí. Hann sagði eyjaskeggja svo forlagatrúaða að vandræði sköpuðust af. Vinur minn sagði gatnamót til ama á eyjunni því yfir þau hjóluðu Balíbúar hjólfákum án þess að slá af ferð, ef bíll myndi keyra yfir þá væru það forlögin ein og engu við því að gera...

miðvikudagur, 04 janúar, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home