þriðjudagur



Ég er búinn að finna ljótasta íslenska orðið:

Næststærsta

Það er st-st-st
sem gerir það einstaklega ljótt. Einnig ósamræmið í æst vs. ærst. Og svo hljómar æ-æ-a ekki vel. Uss...

12 Comments:

Blogger Palli said...

Hvaða orða-nasisti ert þú? Af hverju getur þú dæmt orð í flokka eftir fegurð? Þú ert svo yfirborðskenndur Jói!

P.s. Næstfjærsta er líka ljótt

miðvikudagur, 25 janúar, 2006  
Blogger Jói Ben said...

Palli... Hvers konar nafn er nú það eiginlega? Einu mennirnir sem púlla það eru pulsusalar eða menn sem selja pullur. Eða pillur. Ekki teiknimyndagerðarnemendur.

P.s.
Ég er sammála. Næstfjærst er mjög ljótt.

P.p.s.
Hvað ertu aftur að læra? Því, ég ætlaði bara að benda á að teiknimyndagerðarnemendur er fáránlega ljótt orð. Ætlar það aldrei að hætta?

miðvikudagur, 25 janúar, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst ég vera með ljótasta email hjá HÍ: kristjl@hi. Svo eru önnur ljót orð eins og drasl og þess konar orð. Næststærsta er samt fáránlega ljótt orð...

miðvikudagur, 25 janúar, 2006  
Blogger Jói Ben said...

Það er ekki hægt að segja þetta. Ha ha ha... Jú, krist flæðir frekar þægilega. En svo þarftu að segja j-hljóð sérstaklega, án þess þó að segja joð. Og l-hljóð sérstaklega, án þess að segja ell. Það er bara asnalegt.

En hvað er þetta annars með Háskóla Íslands og ljót email? Ég var einu sinni með johanb@hi.is. Í fyrsta lagi var ég alltaf ávarpaður Jóhann í þeim bréfum sem ég fékk, sem er frekar pirrandi fyrir þá sem heita Jóhannes. Og svo kom það ósjaldan fyrir að pósturinn minn var sendur á johannb@hi.is. Og það var ekki nógu töff.

Önnur slöpp HÍ-email voru hjá Stefáni Inga Valdimarssyni = siv@hi.is og mig minnir að einhver Ingvar í stærðfræðinni hafi fengið emailið annak@hi.is. Frekar súrt.

Mér datt í hug fleiri ljót orð. Tek dæmi: Strákurinn og stelpan höfðu kysstst eftir að niðurstöður skoðanakannananna voru gerð kunn. Svo sendu þau kristjl@hi.is ruslpóst um drasl.

miðvikudagur, 25 janúar, 2006  
Blogger Jói Ben said...

Nei Gunni. Þetta var reyndar bara dæmi sem ég tók. En svona þegar ég hugsa um það, að þá þyrfti einhver að taka sig til og senda Kristjáni ruslpóst. Það er löngu kominn tími á það. Ég skal ganga í það.

miðvikudagur, 25 janúar, 2006  
Blogger T said...

Sendu honum bara link á heimasíðuna þína.



FACE!!

miðvikudagur, 25 janúar, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Demit! Ég var að fá þrjú e-mail um tilboð um typpakrem frá einhverjum Jóhannesi Benediktssyni. Fyrst fékk ég boð um að kaupa typpakrem, svo rosalegt tilboð og að lokum fékk ég meldingu um ókeypis typpakrem en þegar nánar var skoðað þá þurfti ég að kaupa það. Ég held líka að Jói þurfi á öllu sínu typpakremi að halda (því honum finnst það svo gott á bragðið, sko...)

miðvikudagur, 25 janúar, 2006  
Blogger Jói Ben said...

Og hvað? Ætlarðu að fá það eða ekki?

fimmtudagur, 26 janúar, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvað með flott orð? Ég er alltaf svoldið hrifinn af orðum með þreföldum samhljóða. Klassísku dæminu eru auðvitað rassskella og krosssprunginn. Ég er samt meira fyrir skukkkappi og rokkklobbi. Annað dæmi: Elvis var sannkallaður rokkkóngur en Britney er bara popppjása.

fimmtudagur, 26 janúar, 2006  
Blogger Jói Ben said...

Ég verð ég eiginlega að vera ósammála þér með þrefalda samhljóðann. Mér hefur alltaf fundist hann frekar kjánalegur, þannig séð. En það er bara mín skoðun. Ég er meiri sökker fyrir orðum með fallegan hljómagang. Eða gömlum rammíslenskum orðum. Og það er eiginlega best ef þetta tvennt er sameinað, eins og Halldór Laxness gerir þegar hann kallar húsið sitt Gljúfrastein.

En ég er samt hrifinn af þessum þreföldu samhljóða orðum sem þú nefnir. Rokkklobbi. Ekki amalegt það! Ég ætla að prófa:

Toppplebbinn zapppundaði [1] pissspræka poppprinsessuna. Ssss... sagði rassslangan [2] og zapppundaði rapppiltinn.

[1]
zapp er hljóðið sem heyrist þegar skotið er úr geislabyssu. Og punda er eina sögnin sem mér datt í hug sem byrjar á p. Fyrir utan kannski að predika, pissa, poppa, pára, pakka, prísa, pósa, pensla, pukrast, paufast, passa, punda og pantan. En það er ekki úr mörgu að velja.

[2]
Rassslöngur búa í Ástralíu og eru þekktar fyrir það að bíta fólk í rassinn.

föstudagur, 27 janúar, 2006  
Blogger Jói Ben said...

Já, ég var að fatta... Það er ekki víst að allir viti hvað það er að zapppunda. En það þýðir það sama og kyssa eða bíta. Fer eftir samhenginu hvort á við hverju sinni.

föstudagur, 27 janúar, 2006  
Blogger Palli said...

Ég hef heyrt að það þýði að kyssa hjá stelpum og bíta hjá strákum. Svo þýðir það að sitja aftur á bak í hnakki hjá klæðskiptingum.

Eitt skemmtilegt orð til að skrifa í tengiskrift: Nunnumunnunum.

mánudagur, 30 janúar, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home