föstudagur

Ég rambaði á nokkrar fyndnar tilvitnanir úr minningagreinum:

Gönguferðin þeirra varð styttri en menn vonuðu. Banvænn sjúkdómur beið hennar bak við stein og sló hana fljótt til jarðar.
Mjög skáldleg samlíking. Ég sé það fyrir mér hvernig að þessi voðalegi sjúkdómur hefur komið öllum algerlega í opna skjöldu.

Það er löngu vitað mál að bestu og skemmtilegustu vinina eignast maður í lúðrasveitum.
Já, það er löngu vitað mál.

Og má segja að hún setti ekki svo skál af tvíbökum á borð að ekki stafaði af því mýkt og listfengi.
Það er enginn svona fíngerður! Alveg sama hvað ég reyni, ég get ekki ímyndað mér nokkra manneskju leggja skál á borð svo af því stafi listfengi.

Orð þessi eru skrifuð til að bera Sveini (líkinu) kveðju og þakkir frá tengdafólki hans og ekki síður frá tengdamóður hans þótt nú nálgist 20. árið frá fráfalli hennar.
Þetta finnst mér eiginlega besta tilvitnunin. Ok. Að greina þann látna frá öðrum með því að setja ,,líkið" inn í sviga fyrir aftan nafnið hans, er náttúrulega bara fyndið. Svo virðist áhersla þessarar greinar ekki vera að heiðra minningu hins látna (líksins), heldur virðist höfundur meira vera að spá í tengdafólkinu. Æ, þetta er ágætt grín.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Vó! Ég hélt að þú hefðir setti líkið innan svigans. Þetta er bara craaaazy!

þriðjudagur, 24 janúar, 2006  
Blogger Jói Ben said...

Kreisí bjútífúl

miðvikudagur, 25 janúar, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home