Jón Ásgeir segir í yfirlýsingu:
,,...Ritstjórar DV fóru hins vegar út af brautinni. Þeir tóku poka sinn og tóku ábyrgð á ritstjórnarstefnu sinni. Aðrir mættu taka ákvörðun þeirra sér til fyrirmyndar."
Fyrr í yfirlýsingunni hafði hann nafngreint tvo menn, þá Ingva Hrafn og Egil Helgason. Einhver myndi álykta sem svo að þeir séu þessir aðrir sem eigi að taka pokann sinn og fara. Ég held samt ekki. Ég held, að Jón Ásgeir hafi ætlað að hrósa fráfarandi ritstjórum DV, að hann hafi ætlað að segja, að ákvörðun þeirra væri til fyrirmyndar. En svo kom þetta bara öfugt út, eins og að hann væri að skora á aðra að fylga fordæmi ritstjóranna.
Annað: Þrír bítast um efsta sæti Framsóknarmanna. Á framboðsfundi sögðust þeir hafa sólundað 2-5 milljónum í kosningabaráttu sína. Eru þeir ekki að varpa þessu fé fyrir róða? Í nýjustu skoðanakönnunum kemur í ljós að Framsókn mun að öllum líkindum ekki ná neinum manni inn, þeir mælast með eitt prósent fylgi. Af hverju er þetta fólk þá að bítast um efsta sætið. Maður spyr.
,,...Ritstjórar DV fóru hins vegar út af brautinni. Þeir tóku poka sinn og tóku ábyrgð á ritstjórnarstefnu sinni. Aðrir mættu taka ákvörðun þeirra sér til fyrirmyndar."
Fyrr í yfirlýsingunni hafði hann nafngreint tvo menn, þá Ingva Hrafn og Egil Helgason. Einhver myndi álykta sem svo að þeir séu þessir aðrir sem eigi að taka pokann sinn og fara. Ég held samt ekki. Ég held, að Jón Ásgeir hafi ætlað að hrósa fráfarandi ritstjórum DV, að hann hafi ætlað að segja, að ákvörðun þeirra væri til fyrirmyndar. En svo kom þetta bara öfugt út, eins og að hann væri að skora á aðra að fylga fordæmi ritstjóranna.
Annað: Þrír bítast um efsta sæti Framsóknarmanna. Á framboðsfundi sögðust þeir hafa sólundað 2-5 milljónum í kosningabaráttu sína. Eru þeir ekki að varpa þessu fé fyrir róða? Í nýjustu skoðanakönnunum kemur í ljós að Framsókn mun að öllum líkindum ekki ná neinum manni inn, þeir mælast með eitt prósent fylgi. Af hverju er þetta fólk þá að bítast um efsta sætið. Maður spyr.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home