mánudagur

Æsilegt uppgjör Tarantúlunnar og Köngulóamannsins heldur áfram. ,,Hví reyndir þú að snara mig?" spurði Tarantúlan í fyrradag. ,,Því þú ert fúlmenni," svaraði Köngulóarmaðurinn um hæl. ,,Aha! Enginn nema Rósa hefði geta sagt þér þetta!" segir Tarantúlan þá, og kemst þannig upp um heimildarmann Köngulóarmannsins. Hann er greinilega bráðsnjall og mun vafalaust reynast Köngulóarmanninum óþægur ljár í þúfu.

En við skulum ekki falla í þá gryfju að dæma Tarantúluna fúlmenni, þó að Rósa haldi því fram. Tarantúlan ljóstrar því nefnilega upp í dag, að Rósa er leigumorðingi frá Costa Verde. Og ég verða að viðurkenna, að ég hálft í hvoru trúi honum. Hverjum hefði dottið þetta í hug?

Og hvað svo? Jahh... það er mín spá, að þetta sé einhvers konar samsæri hjá Rósu og Tarantúlunni. Þau eru vafalaust að reyna að rugla Köngulóamanninn, til þess að svipta hann gervinu seinna meir. Það virðist vera draumur allra illmenna.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Veit Rósa samt að Pétur er Köngulóarmaðurinn? Kannski er um ALGJÖRA TILVILJUN að ræða...

mánudagur, 16 janúar, 2006  
Blogger Palli said...

Ég get sagt þér hluti um rósu sem myndu bræða egg á enninu á þér!

mánudagur, 16 janúar, 2006  
Blogger Jói Ben said...

Segðu, segðu, segðu... Hvert er leyndarmál Rósu? Nú er ég sko forvitinn.

mánudagur, 16 janúar, 2006  
Blogger Palli said...

Rósa prumpaði framan í Tarantúluna einu sinni þegar þau sváfu saman í tjaldi! Svo var hún einu sinni karlmaður.

miðvikudagur, 18 janúar, 2006  
Blogger Jói Ben said...

Ég er svo aldeilis hlessa!

miðvikudagur, 18 janúar, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home