Síðustu vikurnar er ég búinn að fylgjast með framhaldssögu Morgunblaðsins um köngulóarmanninn. Ég held ég geti fullyrt, að leiðinlegri sögur er ekki hægt að finna. Fyrir svona tíu dögum byrjaði hann að fá á tilfinninguna, að illmenni að nafni Tarantúlan væri með eitthvað djöfullegt ráðabrugg í pokahorninu. Næst sögur fóru í leit Köngulóarmannsins að Tarantúlunni. Hann hafði það alltaf á tilfinningunni að Tarantúlan væri ekki langt undan. Svo átti hann erfitt með svefn, því hann var alltaf að hugsa um Tarantúluna. Jæja, ekkert gerist - fyrr en í dag. Þá hitti hann loksins Tarantúluna. Og hvað næst? Ég get ekki beðið eftir sögunni á morgun.
Fann þessa sögu á netinu. Fannst hún fyndin.
Fann þessa sögu á netinu. Fannst hún fyndin.
2 Comments:
Leiðinlegri sögur er auðveldlega hægt að finna með því að skoða myndasögurnar fyrir ofan köngulóarmanninn. Hún heldur manni þó á tánnum og allar spurningarnar sem vakna maður! Eru Rósa og Tarantúllan í ráðabruggi saman? Hvaða hæfileika hefur Tarantúllan? Er Rósa ill eða góð? Hvernig mun átökunum ljúka? Aldrei hefur smáfólk haldið mér á tánnum.
Dis!
Skrifa ummæli
<< Home