miðvikudagur


Þegar maður leitar á Google, er fjöldi blaðsíðna sem innihalda leitarniðurstöðurnar sýndur á eftirfarandi hátt:


Ég ákvað að gera smá tilraun. Hvað ef maður slær inn www.goooooooooogle.com (eins og á myndinni), í staðinn fyrir www.google.com. Ekkert gerðist. Ok. En ef ég set þrjú ,,o"? En fjögur? Og þannig skannaði ég mig í gegn um allar síðurnar, frá núlli upp í hundrað. Hér koma helstu niðurstöðurnar:

0: www.ggle.com
Til sölu. Ekki spennandi

1: www.gogle.com
Aðalsíða Google kemur upp. Hún kemur líka ef maður slær 2, 3 eða 5 ,,o".

4: www.goooogle.com
Önnur leitarvél. Ég er að spá í að skipta.

6: www.goooooogle.com
Einhvers konar tenglasíða með slagorðið: What you need, when you need it. Skíta slagorð. Fimm vinsælustu tenglarnir eru: Breasts, games, penis, The Simpsons og Yu Gi Oh. Verð að prófa að gúgla þetta Yu Gi Oh. En hvort ætti ég að nota www.google.com eða www.goooogle.com? Hmm...

7: www.gooooooogle.com
Vef-froskurinn bloggar. Hann hefur hvorki neitt eiturlyfja né drukkið áfengi í þrjú ár og leiðist þófið (eða, er það ekki nokkuð góð þýðing á Clean, dry and bored since April 2003?). Hann tekur skopmyndadeiluna fyrir í fyrradag, alveg eins og ég gerði.

15: www.gooooooooooooooogle.com
Önnur tenglasíða og leitarvél. Einhverra hluta vegna vísa allir tenglarnir á rapp- og hipp hopp síður. Þar við hliðina á koma sambærilegar síður, en þær vísa á: Sex, Singles Online, Porn, Dating, Cameras, Chat dating og Rich People. Sé ekki alveg tenginguna við músíkina.

21: www.gooooooooooooooooooooogle.com
Leitarvél, og vafalaust verðugur keppinautur við Google.

24: www.goooooooooooooooooooooooogle.com
Enn ein leitarvélin og tenglasíðan. Hvað er með þessa gæja, halda þeir virkilega að nokkur fari að skipta úr tveimur o-um í tuttuguogfjögur? Það er bara vitleysa.

31: www.gooooooooooooooooooooooooooooooogle.com
Mjög dularfull læst síða. Djöfull langar mig að vita hvað er á henni. Þeir hafa meira að segja styrktaraðila. En, bíðum við. Þegar betur er að gáð, er styrktaraðilinn einhver unglingur sem heldur á bikar og vill að fólk greiði atkvæði um hvað þeim finnst um þessa bikar-mynd. Ég er ekki jafn spenntur lengur.

33: www.gooooooooooooooooooooooooooooooooogle.com
Leitarvél og tenglasíða, svona fyrir þá sem vilja ekki nota 2-, 4-, 15-, 21- og 24 o-a síðurnar.

35: www.g
ooooooooooooooooooooooooooooooooooogle.com
Enn einn sigur frjórrar og frumlegrar hugsunar. Leitarvél og tenglasíða. (Þessi yfirferð er nú farin að vera frekar þreytandi).

37: www.gooooooooooooooooooooooooooooooooooooogle.com
Tenglasíða. Mér finnst tenglarnir samt nokkuð góðir. Fyrsti segir einfaldlega: Corey is a looser. Ég er sammála. Næsti tengill: Poison Cakes. Og svo eru gylliboðin freistandi: Earn Big Money Online. Já, hvers vegna ekki?

41: www.gooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooogle.com
Afar óspennandi tenglasíða. Fyrsti tengillinn er einmitt www.google.com. Efst á síðunni er frekar athyglisverð athugasemd: Why am I seeing this page? Og við hliðina á því er tengill sem segir: Learn more. Ég held að það sé ekki til neitt meira óspennandi en akkúrat þessi tengill. Og, hmm... ég mæli ekki með að ýta á hann, tölvan skýtur strax upp vírusa-viðvörun. Getur verið að mennirnir á bak við þessa síðu séu einhverjir hrappar?

42: www.goooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooogle.com
Undarleg síða þar sem manni er boðið að breyta henni.

43: www.goooooooooo
ooooooooooooooooooooooooooooooooogle.com
Þetta er alveg hreint stórkostleg bloggsíða. This webpage gives a shout out to a gang banging playa who aint wit us no more. Nánari rannsóknarvinna leiddi í ljós, að drengirnir á bak við síðunar eru með eindæmum fágaðir einstaklingar og miklir Notorious B.I.G. aðdáendur. En það var feitur rappari sem nú er dáinn. Hann söng um það hvað lífið í fátækrahverfinu var erfitt og hvað hann átti mikið af peningum núna. (Ath! Síða er föl öllum sönnum leikmönnum fyrir 20G).

44. www.g
oooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooogle.com
Leitarvél og tenglasíða. Hún er líka föl fyrir peninga. Samt frekar leiðinleg.

53: www.g
ooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooogle.com
Þetta er athyglisverð síða, en hún virðist að einhverju leyti byggja veldi sitt á að hafa 53 ,,o" í nafninu sínu. Síðan heitir meira að segja 53 o's SUBMIT. Þetta er vefsíða hljómsveitar sem spilar tónlist með hjálp tölvu. Eins undarlegt og það kann að hljóma, finnst mér þetta bara helvíti gott stöff hjá þeim. Eða, eins langt og það nær. Minnir á Beck. Dæmi. Samt hljóma jólalög ekki vel í svona rafrænum búningi.

54: www.goooooooooo
oooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooogle.com
Japanir hafa ákveðið að nýta sér vinsældir Google til að selja tölvur. Síðan er þó enn í vinnslu.

56. www.g
oooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooogle.com
Þetta mjög svo þægilega nafn er til sölu. Maður má hafa samband við þessa menn, ef maður hefur áhuga á ChinoBiz.com. Ég get varla setið á mér.

58. www.goooooooooo
oooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooogle.com
Algjör drasl síða á ensku/kínversku. Hér er verið að selja lén. Efst stendur: Welcome to nanknom's domain world! Eins og þetta sé eitthvað spennandi heimur? Ég sé fyrir mér mýrlendi, brotin tré og draugalega þoku. Einhvers staðar liggur Nanknom sjálfur í felum. Hann er í slitnum fötum og talar eins og vondur karl í He-man teiknimyndunum. Hann reynir að tæla mann með freistandi tilboði: www.2030fifaworldcup.com = 6.750$. En við látum ekki blekkjast. Nei, Nanknom. Ekki í dag.
.. Ekki í dag...

59. www.g
ooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooogle.com
Síðasta síðan, og það kemur ekkert sérstaklega á óvart að þetta er leitarvél. En þessi er samt öðruvísi. Voða sérstök. Þetta er síða sem reynir að herma algerlega eftir Google, og ef maður notar hana til að leita, fer maður beint inn á www.google.com. Samt selja þeir auglýsingar á síðuna sína og græða þannig á vinnu Google. Klókir menn þar á fer. En sniðug síða engu að síður.

Hér eftir voru ekki fleiri síður sem reyndu að hagnast á Google. Kannski vegna einhverra reglna um hámarksfjölda stafa, ég skal ekki segja. En fyrir áhugasama, að þá var www.goooooooogle.com stysta lénið sem ekki var búið að taka (átta o). Ég ætla að bjóða í það.
Eða, ekki.

9 Comments:

Blogger T said...

Þú ert bara alveg snar Jói (og með snar er ég ekki að meina snöggur (og með snöggur er ég ekki að meina knappur)).

miðvikudagur, 08 febrúar, 2006  
Blogger Palli said...

Ég gerði þetta einu sinni með yahoo! fór upp í 2500 "o". Niðurstöðurnar eru í leynilegri skýrslu sem ég geymi undir rúmi.

miðvikudagur, 08 febrúar, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Þér gæti batnað við að hlusta á þetta:

http://www.this.is/drgunni/mp3/Reptilicus%20-%20Okkar%20heili%20er%20innsigladur.mp3

Má ég sjá hendur á lofti!

miðvikudagur, 08 febrúar, 2006  
Blogger Jói Ben said...

Tommi: Skil ég þig rétt? Ertu semsagt að segja að ég sé knappur?

Palli: Ég gæfi hvað sem er fyrir þessa skýrslu. Sjálfur geymi ég leynilega skýrslu um strikamerki og alþjóðlega staðla undir rúminu mínu. Ég kem í heimsókn til Danmerkur í mars, eigum við að býtta?

Bjarni: Lagið er gott. En ég verð samt að segja, að ég tek lag 53 o's SUBMIT framyfir Gunnar í Krossinum. Tékkaðu á þessu:

http://http//www.gooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooogle.com/sleighride.mp3

Þetta er eins heitt og orðið getur.

miðvikudagur, 08 febrúar, 2006  
Blogger Geir said...

Jói þú verður hreinlega að koma til Köben og drekka úr þér þetta eirðarleysi!

miðvikudagur, 08 febrúar, 2006  
Blogger Jói Ben said...

Eirðarleysi? Hvernig dregurðu þá fáránlegu ályktun? Að ég sé eirðarlaus þessa dagana. Huh! Ég hef nóg að gera. Til dæmis gerði ég þennan Google-lista í gær. Og það tók sko ekki stuttan tíma.

fimmtudagur, 09 febrúar, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst þetta snilldarmission. Það er alltaf gaman að giska á einhverjar síður. Maður getur hitt á mjög margar súrar (og oft líka leiðinlegar) síður. Good times.

fimmtudagur, 09 febrúar, 2006  
Blogger Geir said...

Jói ég held.. nei fullyrði að þú sért með sigg í báðum lófum, og nei það er ekki af því þú varst að moka heimkeyrsluna.

fimmtudagur, 09 febrúar, 2006  
Blogger Jói Ben said...

Hmm... Eins undarlegt og það kann að hljóma, að þá er byrjað að myndast sigg í lófunum mínum. Og það er líka rétt. Þetta hefur ekkert að gera með heimkeyrsluna. Nei nei. Leyndardómurinn á bakvið siggið eru miklar og erfiðar kraftlyftingar sem ég hef stundað af miklum móði síðustu daga. Þannig, að þú skilur, að 100 réttstöðulyftur og 100 jafnhattanir á dag kosta sitt. Láttu það ekki koma þér á óvart að ég verði eilítið þreknari og dimmraddaðri næst þegar við hittumst. Það fylgir æfingunum.

föstudagur, 10 febrúar, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home