föstudagur

Frétt af mbl.is:
Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, sem hér á árum áður var söngvari á farþegaskipum, hefur tekið sér hlé frá kosningabaráttunni sem nýhafin er á Ítalíu og samið ástarsöng fyrir fyrrverandi fegurðardrottningu Ítalíu, Taniu Zamparo. Berlusconi viðurkennir að lagið, sem heitir Augun fögru, hafi verið samið undir áhrifum frá augum Zamparo, sem hann sagði einkar fögur og líkti við bílljós.
Við bílljós! Kommooon...! Lagið heitir Augun fögru, og hann líkir þeim síðan við bílljós. Hvílíkur auli!

6 Comments:

Blogger Jón said...

Horfðu beint á þessi:
http://hinatasou.uct2.net/Images/Cars/Nissan/Headlights.jpg
og segðu mér svo að þú dáleiðist ekki!

laugardagur, 18 febrúar, 2006  
Blogger Jói Ben said...

Wóóó...

laugardagur, 18 febrúar, 2006  
Blogger Palli said...

Ég væri til í að fá svona augu. Maður getur lesið í myrkrinu, og þarf ekki að nota hjólaljós.

laugardagur, 18 febrúar, 2006  
Blogger Jói Ben said...

Já. Þetta er reyndar mjög góður punktur. Ég sé blaðaauglýsinguna fyrir mér: Vantar reynda námumann! Þarf að hafa svona augu sem geta lýst eins og bílljós! Hafið samband við Silvio, s. 7979-7979. Og svo sækir náttúrulega enginn um nema þessi ítalska fegurðardrottning.

En þetta gæti líka verið frekar óþægilegt. Segjum til dæmis að maður væri að framkalla filmu? Það myndi ekkert ganga, nema maður setti svona rauðar plastfilmur yfir augun. Og njósnarar. Þeir væru ekkert í svo góðum málum.

Annars var ég að hugsa um þessa líkingu, hún hefði geta verið miklu verri. Hann hefði til dæmis geta líkt augunum við dekkin eða hurðina á bílnum. Ég held, að fyrst hann var að líkja henni við bíl á annað borð, að þá eru ljósin líklega skásti kosturinn.

laugardagur, 18 febrúar, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Hugur þinn er eins og aksturstölva og líkami þinn fimari en nýr Benz með spólvörn, Jóhannes.

laugardagur, 18 febrúar, 2006  
Blogger Jói Ben said...

Heyrðu! Herra Berlusconi, nú er nóg komið. Maðurinn sem þú ert að lýsa lítur svona út:

http://images.amazon.com/images/P/B0007VZVKQ.01.LZZZZZZZ.jpg

Eða svona:

http://archives.cnn.com/1999/SHOWBIZ/Movies/12/15/bicentennial.man/1.jpg

Ég er allt öðruvísi. Hugurinn beittur eins og samúræjasverð og líkaminn fimur eins og tígrisdýr. Ég er einhvern veginn svona:

http://users.kua.net/draconis/ironclaw/images/tigersamurai.jpg

sunnudagur, 19 febrúar, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home