miðvikudagur


Nokkrir punktar:

* Handboltamarkmenn eru hálfvitar. Eða,
það gæti maður ætlað. Hvaða sans meikar það, að breiða út faðminn á móti grjóthörðum bolta sem kastað er á meira en 100 kílómetra hraða? Eina starfið sem mér dettur í hug sem er bjánalegra, er prófun á skotheldum vestum. Eða láta stinga sig endurtekið í líkamann með hárbeittum hnífi. En ég er samt ekki viss um að þau störf séu til.

* Af hverju snýst skopmyndadeilan um Danmörku? Af hverju ætti Anders Fough að biðjast afsökunar á teiknimyndaseríunni? Það var Jyllands posten sem birti þessar sögur. Múslimar eiga heimtingu á afsökun frá þeim. Ekki Danmörku. Þetta eru tveir ólíkir aðilar. Og að segja, að ríkisstjórnin beri ábyrgð á samfélagi sem leyfir blöðum að skrifa hvað sem er, er í rauninni bara árás á tjáningarfrelsið. Ég er sammála því, að blaðið á að biðjast afsökunar á skrifum sínum ef það fer yfir strikið. En að fordæma Danmörk er til marks um þröngsýni arabaheims.

* Hvað er að gerast hjá Köngulóarmanninum? Síðustu sex dagar hafa farið í bílferð Rósu, en hún heldur kærustu Köngulóarmannsins fanginni. Í gær kom í ljós, að Rósa og Tarantúlan eru systkin. Og Köngulóarmaðurinn skynjar á sér að eitthvað slæmt á eftir að gerast. Hvar endar þetta?

6 Comments:

Blogger T said...

Ég held að Rósa sé bara að reyna að plata Köngulóarmanninn til að koma í trekant með sér og kærustunni hans. Hún er nefnilega svolítið svoleiðis (hef ég heyrt).

miðvikudagur, 01 febrúar, 2006  
Blogger Jói Ben said...

Mmm... Athyglisverð kenning. Einkar athyglisverð. En talandi um trekant. Ekki átt þú enn eintak af sprengjuferð Der Trekant? Og ef svarið er já, að þá væri gaman að hóa hópnum saman einhvern tímann í sumar og horfa á myndina. Það sáu hana nefnilega ekki allir. Hvað segir þú, Tommi?

miðvikudagur, 01 febrúar, 2006  
Blogger T said...

Athyglisverð hugmynd. Einkar athyglisverð. Ég segi já.

fimmtudagur, 02 febrúar, 2006  
Blogger Palli said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

sunnudagur, 05 febrúar, 2006  
Blogger Palli said...

Ég segi Já og hendi inn einni bölgen sveiflu!

sunnudagur, 05 febrúar, 2006  
Blogger Jói Ben said...

Ok. Þá er það ákveðið.

mánudagur, 06 febrúar, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home