fimmtudagur


Ég lenti á skemmtilegu spjalli við nágranna minn í gær. Okkar samskipti höfðu verið á frekar ópersónulegum nótum fram að þessu, en í gær breyttist það.

Við hittumst fyrir utan hjá mér, en ég var á leiðinni út í búð. Upp hefst spjall og eftir einn klukkutíma erum við orðnir bestu vinir. Svo góðir vinir, að hann er byrjaður að segja mér frá einhverjum stelpum sem hann hafði dregið heim með sér. Ég hlustaði af athygli og hló hér og þar. En svo berst talið að kynsjúkdómum. Ég hafði ekki veitt því athygli fyrr, en nú tók ég eftir því hvað hann beitti látbragði óspart fyrir sig. Og einmitt nú, sló það mig óþægilega. Hann lék það, að hann væri að setja smokk á sig. Kannski hljómar þetta ekki óeðlilega. En, ég segi það satt. Þetta var fáránlegt. Af mikilli natni rúllaði hann ósýnilegum smokki upp. Einbeitingin skein úr augunum hans. Það næsta sem gerist, er að hann byrjar að segja frá einhverju klám-sjówi sem hann hafði farið á í Kaupmannahöfn. Og látbragð var óspart notað. Ég ætla ekki að fara í smáatriði, en hann lék hlutverk konunnar. Kommon! Hver gerir það (svona gefið að maður sé að gera þetta á annað borð)? En jæja. Ég man ekki hvernig það kom til, en hann segir í einhverju hugsanaleysi upphátt: En hvað ef hún væri þroskaheft? Og þá byrjarerótískur einleikur nágranna míns, þar sem hann fer með hlutverk þroskaheftrar vændiskonu. Og ég stend þarna á móti honum. Horfi á hann, vandræðalegur með frosið bros á vörunum. Hver gerir svona lagað? Og, það sem mér finnst eiginlega vera meira umhugsunarefni, af hverju lék hann alltaf konuna? Hann var sem sagt alltaf að ímynda sér að hann væri í ástarleik með ósýnilegum karlmanni. Hvers konar maður gerir það?

En, jájájá. Ég er að eignast nýja vini, og get ekki beðið eftir að hitta þennan aftur. Hann er töff.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Úfff! Hljómar eins og vandræðalegt móment..
Það er gaur í vinnunni hjá mér sem finnst alltaf svo fyndið að tala með gervilegum skoskum hreim. Hann er alltaf að gera það og horfir svo á mann og bíður eftir einhverjum viðbrögðum. Þau virðast alltaf vera svipuð hjá mér: "ahhh... hehe" smá chuckle og vandræðaleg þögn.

fimmtudagur, 23 mars, 2006  
Blogger Jói Ben said...

He he he. Eins og stjórinn í Office. Segir eitthvað fullkomlega taktlaust og horfir síðan á mann og bíður eftir viðbrögðum. Þetta er óþægilegt.

fimmtudagur, 23 mars, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Nákvæmnlega þannig.

sunnudagur, 26 mars, 2006  
Blogger Palli said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

sunnudagur, 26 mars, 2006  
Blogger Palli said...

Ég átti smá erótískan einleik meðan ég las þetta.

sunnudagur, 26 mars, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home