mánudagur


Gáta:
Kona fer í jarðarför móður sinnar og hittir þar huggulegan mann. Viku seinna drepur hún systur sína. Af hverju drap hún systur sína?

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Því þessi huggulegi maður var í raun systir hennar! Pre-op gella!

eða

Þessi huggulegi maður var fósturpabbi þeirra systra og systir hennar drap mömmu sína til að geta date-að fósturpabba sinn! Ojjj!

eða

Systir hennar var síamstvíburi hennar og hún vildi geta verið með myndarlega karlmanninum ein (hmmm.. ætli hún myndi þá ekki líklegast deyja líka...)

Hljómar ekkert sérstaklega rétt hjá mér...

mánudagur, 27 mars, 2006  
Blogger Jói Ben said...

Mmm... Athyglisverðar kenningar. En ég ætla ekki að gefa svarið alveg strax (þessi gáta er nefnilega þekkt og ég myndi vilja fá eitt eða tvö gisk í viðbót áður en ég gef svarið).

mánudagur, 27 mars, 2006  
Blogger T said...

Huggulegi maðurinn er í rauninni Jói* og hann sagði henni að drepa systur sína. Því hann er svo vondur?


*Jói myndi aldrei lýsa öðrum karlmanni en sjálfum sér sem "huggulegum". Honum finnst aðrir karlmenn vera annaðhvort "krúttlegir" eða "fjallmyndarlegir". Aldrei huggulegir.

Þessi skýring gæti líka verið afbrigði af "maðurinn er systir konunnar því hann/hún er pre-op kynskiptingur" þar sem Jóhannes á ekki í nokkrum vandræðum með að kalla stúlkur huggulegar (ég hef séð hann gera það).


Eru verðlaun?

mánudagur, 27 mars, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Hún drap systur sína svo hún myndi hitta manninn aftur í jarðaför systur sinnar. Er það ekki rétt? Ég vil verðlaun! :)

Krúsa

mánudagur, 27 mars, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ahhh... einmitt. Krúsa er með þetta rétt. Nú man ég eftir þessu...
Samt er spurning hvort maðurinn myndi endilega mæta í jarðarför systur hennar. Það er ekkert víst að hann viti hver hún er einu sinni..

þriðjudagur, 28 mars, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home