Hvort er betra, að segja alltaf réttu hlutina með röngu orðunum eða segja alla röngu hlutina með réttu orðunum? Hmm... Hljómar flókið, en er það samt ekki. Tek dæmi.
Aðstæður: Stelpa hefur grennst (rétt atriði til að hafa orð á).
Ef maður notar vitlaus orð, getur maður komið alveg þveröfugt út: ,,Ó, ó...! Hvað er að sjá! Ósköp ert eitthvað horuð! Ertu komin með anorexíu?" Þó að ásetningurinn hafi verið góður, að þá kom þetta ekki vel út.
Aðstæður: Stelpa hefur fitnað (rangt atriði til að tala um).
Með réttu orðunum væri hægt að koma vel út: ,,Mikið líturðu nú vel út, svona blómleg og rjóð! Er bolludagur í dag? (Myndi klípa prakkaralega í spikið). Ha ha ha... En hvað það er gaman að vera til! Heyrðu, við sjáumst!" Þetta er dæmi um vel heppnaða senu.
Aðstæðurnar gætu verið verri, mun verri. Til dæmis, ef ég væri að sækja um vinnu. Eða í yfirheyrslu, grunaður um morð. Ef ég fyndi ekki réttu orðin, væri ég búinn að vera. Ég held það. Það skiptir ekki máli hvað þú segir, heldur hvernig maður segir það.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home