Jæja. Nú er ég búinn að kaupa miða til Kaupmannahafnar og mæti á svæðið miðvikudaginn 8. mars. Tilgangurinn er að sækja búslóðina mína (sófa og fimm kassa), en ekki síður að hitta gott fólk. Ég geri ráð fyrir því, að fólk taki sér frí úr skóla og vinnu til þess að hanga með mér. En öllu mikilvægara er þó, að taka frá föstudags- og laugardagskvöldin. Þau eiga annars vegar að fara í gott grín á La Fontain og hins vegar í ævintýri af einhverju tagi (allar tillögur vel þegnar). Svo held ég aftur til Íslands snemma mánudaginn 13. mars.
Nokkur atriði sem ég ætla mér að gera í þessari ferð:
* Kenna Magga hvernig á að spila fußball. Muna eftir að gefa Steinunni plástra og sárabindi fyrir Hannes, ef fer sem horfir.
* Lúskra á Snorra & co. í kirkjugarðinum á Amager.
* Fá mér að borða á Tex Mex.
* Breyta öllum hugmyndum sem Ósk hefur um lífið, í aðrar betri hugmyndir (þ.e. mínar hugmyndir).
* Fara á Beduin bar eða Ali-Baba og de 40 vandpiber. Samt ekki einn. Það er glatað. Tommi og Palli eru hérmeð boðaðir. Líka Björk og Stebbi. (Note: Muna að fá Yahoo-skýrsluna hjá Palla í skiptum við strikamerkja-skýrsluna mína)
* Sækja eintak af mastersritgerðinni minni.
* Halda árshátíð Svöfu-klúbbsins með Ástu. Endurskoða reglurnar. Semja félagssöng.
* Hitta Amagergrúppuna í mat.
* Ræða um ástand kennslu á Íslandi við Pawel. Eða kosningakerfi.
* Taka göngutúr með Einari.
* Lenda í ævintýrum með Geir og Önnu Helgu.
* Fara í dýragarðinn að skoða apana.
* Hlaupa í kring um Söerne með Rut. Borða laufblöð og drekka vatn í hádegismat. Hlaupa síðan aðeins meira. Stoppa fyrir framan vatspípustaði og sveia (Muna: Ræða heimspeki. Það er mikilvægt. Því ef maður ræktar ekki hugann líka, skiptir líkaminn engu máli).
Ömm... Hvað annað? Ég bæti því þá bara á listann um leið og mér dettur það í hug.
6 Comments:
Þetta er metnaðarfullur listi.
Já, ég skildi samt eftir nokkur atriði. Eins og til dæmis að smíða skútu með Tomma og fara í siglingu með honum. Og eitthvað í þeim dúr.
ég ætla þá að fara á e-n annan bar og býð hér með öllum nema þér, tomma, palla, björk og stebba... þið skemmtið ykkur bara vel saman á píbustöðunum :S
Nei, sko, Rut. Þú skilur ekki. Þetta kom ekki rétt út. Ég hafði þig ekki með, vegna þess að mér svo annt um heilsuna þína. Svona vatnpípustaðir eru svo skemmandi. Þú gætir fengið veiki sem kallast græn eyru. Það er ekki sérlega töff veiki. Þess vegna hafði þig ekki með á listanum. Guð... og þú hélst að ég hefði gleymt þér. Hahahaha... En fyndið! Nei nei. Ég gleymdi þér sko ekki. Ég var allan tímann að hugsa um þig. Og reyndar er ég búinn að bæta við listann aðeins (Og auðvitað kemurðu með ef þú vilt á Ali Baba og de 40 vandpiber. En ég vara þig við. Þú gætir komið út með græn eyru).
Mmm... það er góð spurning. Ég tók eiginlega bara svona til orða. En, já. Ég ætla samt að vinna þig.
mkv
jb
Hættið að nota nafnið mitt.
mkv
mkv
Skrifa ummæli
<< Home