mánudagur

Úr einu í annað

Eitt enn tengt Michael Jackson og Paul McCartney. Þessi Doggone girl, sem þeir syngja um í laginu The girl is mine, - hvað er eiginlega að henni? Ekki nóg með það, að hún heldur við tvo mestu aula sólkerfisins, heldur sagði hún við Paul að hún yrði ástkona hans að eilífu. Ofan á það sagði hún við Michael, að eftir að hafa hafa elskað hann gæti hún aldrei elskað annan mann. Hefur vafalaust sagt: Once you go black, you'll never go back. Og þá hefur Michael svarað: Well... It doesn't really matter, if you are a black or white! Or does it? Og Paul hefur tekið undir: Yes! Ebony and Ivory, living in perfect harmony! Svo hafa þeir kannski sungið erindi úr lagi Pauls, Ode to a Koala Bear:

Oh, i love you, i still care.
all my affection's there.
i will walk with you to the end of the passage,
my little koala type bear,
little koala type bear.

i can see you sitting there
with your silent smile.
i won't talk to you for a couple of minutes,
my little koala type bear,
little koala type bear.

tell me what it's like
looking out of eyes,
like the likes of yours.
do you find it so surprising
that the likes of me
likes the likes of you?

i still love you, yes, i do.
all my time on earth.
will belong to you till the end of the passage,
my little koala type bear
little koala type bear

oh i love you
i still care
all my affection's there
i will walk with you till the end of the passage
my little koala (koala) type bear, (koala)
little koala (koala) type bear.

oh, oh, oh, - oo -

oh, i love you, i still care.
all my affection's there.
i will walk with you to the end of the passage,
my little koala (koala) type bear, (koala)
little koala (koala) type bear.

oh, oh, oh, oh -
oh, oh, oh.

doo, doo, doo.

doo, doo, doo, doo, doo, doo, doo, doo.

Jæja, hvernig svosem atburðarrásin var, er þrennt á hreinu:

1.
Paul er auli.
2. Michael er auli.
3. Þessi Doggone girl er algjör hálfviti.


Að öðru. Í blaði las ég að þekktur handrukkari hafi fundið ástina. Og það er ekkert nema gott og blessað. Nema hvað, að hann ljóstrar því upp að í prísundinni smíðar hann falleg ljóð um litlu dúfuna sína. Ég ímynda mér að þau séu einhvern veginn svona:

Gangster in Paradise

Ég þrái ekkert heitar,
en að berja þig
augum, ástin mín.
Og ég ætla mér,
að kveikja í þér
ástareld, ástin mín.

(viðlag)

Þú ert þarna úti.
Og ég er hérna inni.
En hvar er Tinni
og Kolbeinn kafteinn?

Já, ástin gerir mig óðan,
alveg hreint hamstola.
Mig langar að slá þig
með gullhamrinum mínum.
Því ástin gerir mig óðan,
alveg hreint hamstola.

Já, eins og ég sagði áðan. Þetta er ekkert nema gott og blessað.


En að öðru. Mér fannst
þetta frekar fyndið. Einhver strákur kemur fyrstur í mark eftir 400 metra og dettur þegar hann á 20 cm í mark. Ég hló einhverra hluta vegna óstjórnlega mikið að þessu.


Og enn annað: Hvernig stendur á því, að Ísland er í 99. sæti á lista FIFA yfir bestu knattspyrnuþjóðir heimsins? Það er algjört hneiksli. Og af hverju eru Bandaríkin í fimmta sæti? Það er bara rugl. Tek nokkur dæmi um þjóðir fyrir ofan Ísland:

98. Súdan
97. Úganda
89. Búrkína Fasco (hvað svosem það nú er)
80. Óman
78. Quatar
62. Gúatemala
61. Tógo
32. Fílabeinsströndin

Og svona mætti áfram telja. Landið sem er í sæti 205 (neðsta sætið) heitir Ameríska Samóa. Þeir töpuðu nú síðast 10 - 0 fyrir Nýju Gíneu Papúa. Svo guldu þeir 11 - 0 afhroð fyrir Fiji-eyjum. Og loks töpuðu þeir 9 - 1 fyrir Vanuatu. En leikmaður að nafni Natia Natia klóraði í bakkann fyrir Amerísku Samóu á 39 mínútu. Honum var síðan skipt útaf á 57. mínútu fyrir leikmann að nafni Tanu Tanu. Það er mitt mat, að þetta hafi ekki verið góð ákvörðun hjá landsliðsþjálfaranum. Natia var orðinn frekar heitur og hefðu auðveldlega getað bætt stöðuna.

Þessi listi virðist vera flókinn í gerð. Þessar leikjatýpur eru teknar með í reikninginn og vægi þeirra gefið í sviga fyrir aftan:

Vináttuleikir (1.00)
Undankeppni í heimsálfumótum, t.d. undankeppni EM (1.50)
Undankeppni HM (1.50)

Lokakeppni heimsálfumóta, t.d. EM (1.75)
FIFA Confederations Cup match (1.75 ) - veit ekki hvaða mót þetta er, en mér finnst þeir taka sjálfa sig frekar hátíðlega að stilla sér til jafns við EM.
Lokakeppni HM (2.00)


Að auki hafa heimsálfur ákveðinn stuðul:

Evrópa (1.00)
S-Ameríka (0.99)
Afríka (0.96)

N-Ameríka (0.94)
Asía (0.93)
Eyjaálfa (0.93)

Og svo eru eftirfarandi atriði úr einstökum viðureignum tekin með:

Stig fyrir sigur, jafntefli eða tap (stig fyrir tap?).
Plússtig fyrir skoruð-mörk í leiknum.
Mínusstig fyrir mörk-fengin-á-sig í leiknum.
Aðkomulið fær bónusstig.
Margfaldað með, keppnis- og heimsálfustuðlinum (hér að ofan).

Ástæðan fyrir stöðu Bandaríkjanna á listanum, er líklega sú að þeir eru í svo lélegri heimsálfu. Þar vinna þeir allar rimmur og hækka ótæpilega í kjölfarið. Að sama skapi er það ástæða fyrir gengi Íslands. Við erum í Evrópu og hljótum útreið í hverjum leik. Og Ameríska Samúa... Jahh... Hvað skal segja. Ég veit ekki mikið um þetta land, því síður af hverju þeir eru með svona lélegt fótboltalið. Á netinu fann ég að höfuðuborgin héti Pagó Pagó og eyjaskeggjar eru 57 þúsund talsins. Mér sýnist þetta bara vera hið bærilegasta samfélag, þar sem bananar, ananas og kókoshnetur eru helsta landbúnaðarvaran. Og úr sjó er túnfiskurinn allt í öllu. En, já. Ég skal ekki segja.