mánudagur


Í síðustu færslu tala ég um Michael Jackson og textann við lagið Bad. Þar kom fram að viðlagið væri:

Because I'm bad, I'm bad.
Cause I run UPT.

Ég er ekki viss um að þetta sé rétt. Ég er búinn að hlusta á lagið 100.000 sinnum síðan þá og alltaf heyri ég hann segja:

Because I'm bad, I'm bad.
Shamone.

Ekki Cause I run UPT. Það er bara einhver vitleysa sem ég slæddist með af einhverri textasíðu á netinu. En þá er það spurningin. Hvað þýðir þetta Shamone? Ég hef ekki hugmynd um það, en Wikipedia fjallar lítillega um þetta fyrirbæri hér.

Í síðustu færslu var einnig að finna aðra ranga staðhæfingu. Þar sagði ég að uppáhalds lagið hans Ellerts væri Uptown girl með Billy Joel. Það er ekki rétt. Þegar ég hugsa mig betur um, er ég nokkuð viss um að Ellert hafi sagt að þetta lag væri hans uppáhald - fyrir utan The girl is mine. Semsagt, að The girl is mine væri númer eitt og Uptown girl númer tvö.

The girl is mine er athyglisvert innlegg í sögu poppsins. Þar leiða saman hesta sína tveir mestu aularnir í sögu mannkynsins; Michael Jackson og Paul McCartney.

Paul og Michael, hönd í hönd. Athygli er vakin á óvenjulega löngum leggjum, en það er mín kenning að þeir hafi verið lagðir á strekkingarbekk fyrir myndatöku. Þessi mynd er framan á plötunni Say, say, say. En það er smáskífa. Á B-hlið hennar er lagið ódauðlega Ode to a koala bear. Hvílíkir aular!

Í lok lagsins fara þeir Michael og Paul að rífast um ,,the Doggone girl":

[Paul]
Michael, We're Not Going To Fight About This, Okay

[Michael]
Paul, I Think I Told You, I'm A Lover Not A Fighter

[Paul]
I've Heard It All Before, Michael
She Told Me That I'm Her Forever Lover, You Know, Don't You Remember

[Michael]
Well, After Loving Me, She Said She Couldn't Love Another

[Paul]
Is That What She Said

[Michael]
Yes, She Said It, You Keep Dreaming

[Paul]
I Don't Believe It

[Michael & Paul]
The Girl Is Mine (Mine, Mine, Mine)

[Fade-Out/Repeat]

Hvííílíkir aular!

En, jæja. Þetta er semsagt færslan mín sem átti að vera um styrkleikalista FIFA.