miðvikudagur


Ég er búinn að vera bissí síðustu daga, en nú er aðeins farið að rofa til. Í gær svaf ég mína venjulegu sextán tíma og vaknaði með leiðinlegan verk í bakinu. Hafði víst sofið í óþæginlegri stellingu. En þetta var ágætt. Ég endurnærðist eftir langa og hvíldalitla vinnutörn.

Ég reyni að horfa sem mest á HM. Nýjasta tískuorðið í fréttamannabransanum virðist vera ,,klárlega". En fréttamenn brúka það í tíma og ótíma.
,,Þetta var klárlega hendi," segir einn fréttamaðurinn. ,,Klárlega, alveg klárlega." Tekur hinn undir.

Tískuorðið hjá vitlausum framsóknarmönnum (aðallega notað í kring um fundarhöld) virðist vera ,,eindrægni". Nokkur dæmi:
Halldór, Siv, Björn Ingi, vefsíða framsóknarflokksins og Rúv um miðstjórnarfundinn. Svo skiptust þeir Halldór og Guðni Ágústsson að segja þetta í fréttatímunum þegar framsóknar-sundrungin reis hvað hæst.

Ég var skammaður um daginn fyrir að hafa tekið kommenta-kerfið út. Skammirnar komu í kjölfar ásakana, um að ég hlaði menn óhróðri hér á síðunni, án þess að gefa þeim tækifæri á svara fyrir sig. Þessu er ég fullkomlega ósammála. Það er bara fáránlegt að halda þessu fram. Þetta er álíka fáránlegt og brandarinn sem Ellert Guðjóns (kt. 040380-3559) sagði mér um daginn:

Gáta: Hvaða ávöxtur er bestur í leikfimi?
Svar: Banana-splitt!

Eða, þegar hann í fjölmörgum orðum útlistaði fyrir mér af hverju Bono væri svona mikill snillingur. Ég get ekki sagt að ég skilji hann. Eins með ásakanirnar. Þær eru alveg út í hött! Að halda því fram að ég leggi öðru fólki orð í munn. Klárlega út í hött.

12 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gott að sjá að kommentakerfið er komið aftur. Mann langaði stundum til að segja eitthvað gáfulegt eins og 'algjörlega sammála' og 'klárlega!'.

miðvikudagur, 14 júní, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Koddu með meiri ljóð.Gerru fa! Plís:-)

Umfjöllunin Andrésar andar ljóðið var tær snilld;-)

knús og heitir kossar


kvk. nemi af undirbúningsnámskeiði fyrir læknisfræðina.

miðvikudagur, 14 júní, 2006  
Blogger Jói Ben said...

Ég veit! Þetta er alveg brillíjant! Og ég luma á meiru. Ójá. Hér læt ég flakka, eitt af mínum uppáhaldsljóðum (Ég er reyndar búinn að birta þetta áður - en sjaldan er góð vísa of oft kveðin):

Ef skjárinn er frosinn þá félaga þarf.
Finndu að hnapparnir létta þér starf
Aðgættu fyrst hvað aflaga fer.
Ýttu svo bæði á RESET og CLEAR.

Veistu um RESET og veistu um CLEAR?
Þú verður að kunna á takkana hér.
Ef skjárinn er frosinn þá félaga þarf.
Finndu að hnapparnir létta þér starf

Aðgættu fyrst hvað aflaga fer.
Ýttu svo bæði á RESET og CLEAR.
Ef staðan ei breytist þá startaðu vél
og styddu í einu á CTRL+ALT+DEL

Þetta gerist ekki betra.

fimmtudagur, 15 júní, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Djöfull er þetta glatað ljóð maður! Og það er líka glatað að þú farir rangt með brandrarann minn. Hann var svona:

Gáta: Hvaða ávöxtur er bestur í FIMLEIKUM!
Svar: Banana-splitt!!!

Þú sagðir neflilega LEIKFIMI en það ÁTTI að vera FIMLEIKAR!!! Stupid!

En ég kann annan:

Gáta: Hvaða ávöxtur lýsir í myrkri!!!????

Ég læt ykkur um að svara.......

Du-du.. du-du.. dudu dudu dudu dudu dudududududuuuu... (stefið í Sharks)

fimmtudagur, 15 júní, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

úps. Ég meinti Jaws.

fimmtudagur, 15 júní, 2006  
Blogger Palli said...

Er það tómatur?

Gott að fá að taka þátt í málefnalegum umræðum á þessari síðu aftur!

fimmtudagur, 15 júní, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Pfff ég er alveg glataður í svona gátum, en ætla að reyna. Er þetta banani!?

kv. Snorri

Ps. er alveg 70% viss um að tómatur sé ekki ávöxtur. Ætla að fletta því upp.

fimmtudagur, 15 júní, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ljósapera, en svo má ekki gleyma sólberjum, þau hljóta að lýsa í myrkri.

fimmtudagur, 15 júní, 2006  
Blogger Palli said...

Eru þau ekki bara ber í sólinni?

Annars ætla ég að breyta minni ágiskun. Ég kýs plútóníummangó.

laugardagur, 17 júní, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert bara ber í sólinni.
Sannast hér! Þokkalega ber að ofan!
QED!
Tekinn!

sunnudagur, 18 júní, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Kriz! Þú giskaðir næstum því á rétt. Þú sagðir LJÓSAPERA en svarið við gátunni er PERA. PERA ekki LJÓSAPREA!!!!!!!

- see u later aligator
The ellenznegger

ps
Djöfull sökka valsararnir í fótbolta. Jói, hvað segirðu um þð? Loos-e-e-eeeer...!

mánudagur, 19 júní, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

En Banana-split er ekki ávöxtur. Það er ís.

Heiða Dóra

sunnudagur, 25 júní, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home