þriðjudagur


Mogginn góður. Í gær var ásjóna netmiðilsins bleik en ekki blá, eins og sést á myndinni hér fyrir neðan. Með þessu voru þeir að sýna femínistum samstöðu. Ekkert nema gott um það að segja, nema svo ramba ég inn á þessa síðu, þar sem Morgunblaðsmenn eru enn að reifa samskipti sín við félag femínista. Virðast í lagi. En bíðum hæg. Er það rétt?


Við nánari athugun má sjá tvær auglýsingar á síðunni. Í fyrri er spurt: Vantar þig drátt? Og næst keyrir appelsínugulur dráttarbíll yfir síðuna, sem heitir Vaka. Þ.e. ef mig vantar drátt, get ég hringt í Vöku. Hún reddar málunum. Í seinni auglýsingunni er hreinlega sagt: Mamma sér um öll þægindi heimilisins. Og svo er þrætt í gegn um þjónustu Mömmu.

Mogginn er sannur.

3 Comments:

Blogger Björk said...

já merkilegt.

miðvikudagur, 21 júní, 2006  
Blogger Jói Ben said...

Já, þetta er svoldil hræsni.

fimmtudagur, 22 júní, 2006  
Blogger Palli said...

já, athyglisvert. annars hef ég ekekrt á móti ballett.

fimmtudagur, 22 júní, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home