mánudagur


Ég las það í blað um daginn, að Ice-T og David Hasselhoff ætluðu að byrja að rappa saman. Það finnst mér skrýtið, og eiginlega alveg fáránlegt. Samkvæmt fréttinni, ætlaði David að taka upp rapp-nafnið Hassel the Hoff. Nokkuð gott, en samt. Ég kaupi þetta ekki alveg.

Ég fór á netið, aðeins til að fræðast um kappann. Og, jamm. Ekki amalegt líf sem hann hefur lifað.

Hann fæddist í Bandaríkjunum árið 1952 og byrjaði snemma að vinna sem fyrirsæta. Meðal þess sem hann auglýsti voru leðurjakkar, en þá auglýsti hann á pínuskýlu einum fata.

Hoffmalakoff á góðri stundu.

Það er eitthvað við sundskýlur sem meikar illan sans fyrir mér. Þær fúnkera bara einar. Eftirfarandi samsetningar ganga ekki:

  1. Sundskýla + axlabönd
  2. Sundskýla + pípuhattur
  3. Sunskýla + bindi eða slaufa um hálsinn
  4. Sundskýla + línuskautar
  5. Sundskýla + rúllukragapeysa

Jæja. Ætli ég gæti ekki talið upp allar samsetningar í heiminum og þær eru allar asnalegar. Aðalpunkturinn var s.s. að benda á glæpinn sem framinn er, þegar sundskýlu og leðurjakka er blandað saman. En ég var að tala um Hasselhoff.

Eftir nokkur ár sem fyrirsæta, fékk hann starf í þáttaröðinni um Knight Rider, þar sem hann lék aðalhlutverkið, Michael Knight. Knight þessi átti ansi forlátan bíl, sem var öllum græjum búinn og gat talað. Eins og við var að búast, sló þátturinn í gegn og Hasselhoff varð ofurstjarna.

David Hasselhoff og Gary Coleman, Knightrider lúrir í bakgrunni

Um þetta leyti var Berlínarmúrinn að falla, og Hasselhoff flýgur til Þýskalands í líki friðardúfu og gefur út lagið Looking for Freedom. Eins og við var að búast, slær lagið í gegn í Þýskalandi og verður eins konar sameiningartákn Þjóðverja á þessari sögulega merku stund. Fjölmiðlarnir í Þýskalandi töluðu meira að segja um, að hann væri stærsta nafnið í bransanum síðan Bítlarnir voru og hétu. Ég leyfi mér að efa það.

Þvínæst, árið 1989, hefjast tökur á Baywatch. Fyrsta serían gekk illa, en eftir að Hasselhoff keypti réttinn á þáttunum fóru hjólin að snúast.

Hinn síkáti Hoff, í hlutverki Mitch Bucannon

Þættirnir voru góðir, en mér er minnistæðast það sérstaka samband sem ríkti á milli þeirra feðga Mitch og Hoby. Ef minnið svíkur ekki, átti Hoby fullt af vandamálum, flest tengd raunum unglings sem var að þroskast til manns. En Mitch gat alltaf hjálpað honum, og leysti hvert vandamálið farsællega. Og Hoby þakkaði honum fyrir að vera svona góður faðir.

Eftir þáttaseríuna um Baywatch, ætlaði Hoff að leggja undir sig bandaríska tónlistarmarkaðinn. En sama kvöld og hann átti að halda jómfrúartónleika sína, var eltingarleikurinn við O.J.Simpson sýndur í sjónvarpinu. Og allir misstu áhugann á framlagi Hasselhoff. Eftir það hætti hann við að sigra Ameríku.

Undanfarin ár hefur kappinn stigið á fjalir leikhússins og tók meðal annars þátt í uppsetningu söngleiksins Chicago. Hann lenti í því fyrr á þessu ária að skera nokkrar sinar og slagæð í hendi, þegar hann rak sig í ljósakrónu á meðan hann var að raka sig. Ég skil ekki alveg hvernig hann fór að því, en ímynda mér að hann hafi verið að nota gamaldags rakhníf til starfans. Og svo, loks, les maður það í blöðum að hann ætli að hassla sér völl í rappgeiranum. Að hann sé kominn í samstarf við Ice-T. Og, ef allt fer sem horfir, verður hann orðinn heitasti rappari Bandaríkjanna innan tíðar. Hassel the Hoff.

En, já. Þetta er magnaður maður.

8 Comments:

Blogger Baldtur said...

Ice T og David

ég kaupi það

mánudagur, 31 júlí, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Mikið rétt en ég get sagt þér hvernig hann skar sig. Hann var í illa lýstu herbergi og rak sig víst í einhvern asnalegan lampa sem brotnaði og brotin duttu einhvern veginn á úlnliðinn hjá honum. Einhver kona kom svo inn og það leið yfir hana við að sjá the Hoff blæðandi á fullu. Svo kom assistant-inn hans og það var næstum liðið yfir hann líka. Hasselhoff var samt öskrandi yfir þeim báðum "What's the number for 911 here!?!!!" (en hann var í London). Í spjallþætti hjá Jay Leno sagði hann svo eitthvað eins og "Too bad I injured my right wrist since I am going through a divorce right now". Ekki allir föttuðu brandarann en mér fannst hann frábær

mánudagur, 31 júlí, 2006  
Blogger Stebbi said...

Thad vantar eitt í upptalninguna. Ekki nóg med ad lagid Looking for Freedom hafi slegid í gegn í Thýskalandi heldur hélt David tónleika á múrnum thegar hann féll.

þriðjudagur, 01 ágúst, 2006  
Blogger Jói Ben said...

Badltdtur: Já, mér datt í hug að þeir gætu remixað gömul Ice-T lög. Til dæmis: A nigga like me; Hoff, Hoff motherfuckin' T. Hoff, Hoff motherfucking T.

Kriz: Ég fattaði brandarann ekki strax, hélt að hann snerist um eitthvað heimilisofbeldi (en þau skildu víst vegna einhvers slíks, segir sagan) og hugsaði: Þetta er bara ekki neitt fyndið. En svo fattaði ég hann og hugsaði: Jaaaú... hehehe...

Stefanóvitz: Ég vissi það ekki. En ég hefði viljað sjá það. Merkur dagur í veraldarsögunni og David Hasselhoff stelur senunni. Ekki ónýtt það.

þriðjudagur, 01 ágúst, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég myndi ekki segja að þetta væri pínuskýla. Meira eins og speedo-skýla.

þriðjudagur, 01 ágúst, 2006  
Blogger Jói Ben said...

Já, en hann klemmir hana á milli rasskinnana (sést ekki á þessari mynd, en kom greinilega fram á öðrum myndum í sömu seríu). Það gerir þessa skýlu að pínuskýlu.

þriðjudagur, 01 ágúst, 2006  
Blogger Palli said...

ég skildi heldur ekki djókinn. hélt að hann ætti við að hann þyrfti að skrifa undir svo mikið af pappírum, eða eitthvað. Vá hvað ég er með óspjallaðan hug.

miðvikudagur, 02 ágúst, 2006  
Blogger Jói Ben said...

He he he. Já. Hann skýtur þær bara með puttanum.

fimmtudagur, 03 ágúst, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home