mánudagur

Zidane og skallinn

Nokkur orð um HM. Hvað er málið með Zidane? Þessi geðþekki maður, sem alltaf virðist vera í jafnvægi. Hvað hljóp í hann? Að hann skuli stanga Ítala-skrattann í magann. Það er með öllu óskiljanlegt.

Og Ítalir! Af hverju unnu þeir! Ohh... Þeir geta ekki neitt! Nei, það er ekki rétt. Þeir kunna að hugsa vel um hárið sitt. Það er eitthvað sem Frakkarnir virðast vera lélegir í, enda 90% af liðinu með skalla. Sérstaklega Zidane. Hann er með ofur-skalla.

Fyrir um ári síðan skrifaði ég sögu um þennan skalla. Hún var ekki alveg jafngóð og ég hafði vonað, en þó allt í lagi. Þannig séð. Söguna má finna hér.

Og þessir Ítalir! Þessar guðsvoluðu mannleysur! Það fyrsta sem þeir gera, eftir að úrslitin voru orðin ljós, var að klippa hárið á einum liðsmannanna. Hvað annað. Svo var allt brjálað, ég átti erfitt með að átta mig á hvað var að gerast. Einn Ítalanna var kominn á nærbuxurnar. Tveir lágu á jörðinni, í full-innilegu faðmlagi. Annars staðar á vellinum sátu tveir Ítalir saman á stól. Þeir voru líka að faðmast.

Hvað er málið? hugsaði ég. Eru þetta eintómir hommar?

En, jæja. Hommar eða ekki. Skiptir ekki máli. Þeir unnu.

p.s.
Læt þetta ágæta Hasselhoff-myndband fylgja. Hann er svakalegur.


6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

David Hasselhof svíkur engan, en hann er ekki jafnflottur og Zidane eða Fabien Barthez. En ef hann rakaði af sér hárið ætti hann meiri séns.

mánudagur, 10 júlí, 2006  
Blogger Jói Ben said...

Reyndar er ég ósammála. Mér finnst hann talsvert svalari en þeir báðir til samans. Ég meina, sástu ekki bílinn hans?

þriðjudagur, 11 júlí, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég var mjög ánægður með þetta allt saman. Ítalirnir stóðu sig eins og hetjur og það skipti mjög litlu máli þó að Zidane tók gott flipp þarna. Ég myndi líka stanga þann sem myndi segja við mig að ég væri með langan haus. Ég var að sjá video á Netinu af Materazzi. Djöfull er hann harður gaur! Megahöstler þar að auki.
Gaman að þessu.

þriðjudagur, 11 júlí, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Hann Hazzel er alltaf flottur, ekki ónýtt að geta pikkað upp stelpur á þessum fák.
Ég ber samt meiri virðingu fyrir þessum gæja
hér!

laugardagur, 15 júlí, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Til að gulltryggja "gæði" myndbandsins þá þurfti að sjálfsögðu að hafa atriði úr standvörðum og svo annað þar sem bandaríski fáninn er í bakgrunni.

Þetta er án nokkurs vafa eitt verst myndband sem ég hef séð og ekki hjálpar tóinlistin.

Svanhildur.

laugardagur, 15 júlí, 2006  
Blogger Jói Ben said...

Mér finnst senan með bandaríska fánanum í bakgrunni alveg frábær. Svo finnst mér líka gott þegar hann verður reiður og fær rauð skratta-horn á hausinn. Hann var greinilega að meina það, þegar hann segir: You don't Hassel the Hoff.

Helgi: Ghandi er töff. Hann pakkaði þessum harðjöxlum saman eins og þeir væru lítil börn. Og svo virtist hann líka laginn með konurnar - rétt eins og The Hoffmeister.

Annars var ég að pæla. Hvar voruð þið Kristján og Davíð á fimmtudaginn? Ég var eini Valsarinn á leiknum Valur/Bröndby. Þetta var ekki alveg nógu gott.

laugardagur, 15 júlí, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home