þriðjudagur

Fálkaorðan, tvífari dagsins og gáta

Ég var að lesa mér til um íslensku fálkaorðuna. Er hún nokkurs virði? Í bréfi Danakonungs, árið 1921, segir:
,,Oss hefur þótt rétt, til þess að geta veitt þeim mönnum og konum, innlendum og útlendum, sem skarað hafa fram úr öðrum í því að efla heiður og hag fósturjarðarinnar að einhverju leyti, opinbera viðurkenningu, að stofna íslenska orðu. “
En er það svo? Hafa allir, sem fá þessa orðu, ,,skarað fram úr öðrum í eflingu heiðurs og hags fóstujarðarinnar“. Fær ekki bara ósköp venjulegt fólk þessa orðu? Jú jú. Það er duglegt í starfi, ég efa það ekki í eina sekúndu. En uppfyllir þetta fólk hin metnaðarfullu skilyrði konungs?

Ég þræddi í gegn um listann. Á hverju ári fá 30 - 40 manns þessa orðu, þar af kannaðist ég bara við tvo eða þrjá. Svo eru einhverjir samningar í gildi, að útlendir embættismenn eru sæmdir orðunni ef þeir koma í heimsókn. Þannig fengu tveir þýskir einkaritarar og einn senidráðneutur (hvað svosem það nú þýðir)
orðuna árið 2003.

Þetta finnst mér gera lítið úr ágæti orðunnar.

Árið 2005 fékk Fransesca von Habsburg [1]orðu, en engin skýring fylgdi með. Sagan segir, að hún hafi fengið orðuna fyrir að vera vinkona Dorritar. En það sel ég að sjálfsögðu ekki dýrar en ég keypti.

Ok. Hverjir fá þessa orðu? Hellingur af einhverju fólki í Breiðholtinu, einhverjir útlendingar og vinir Dorrit. Frábært. Er orðan ekki verðlaus? Fylgir nokkur sómi þessari orðu? Er hún ekki bara til vitnis um hégóma þeirra sem þiggja hana? Nei, ég spyr.


Þyrfti ekki bara að stofna nýja orðu. Hún yrði veitt aðeins einu sinni á ári, einum eða tveimur einstaklingum í senn. Enginn fengi hana sjálfkrafa (eins og raunin er nú með ráðherra). En kannski væri einhver kvóti í gangi. Á fimm ára tímabili væri orðan veitt tveimur stjórnmálamönnum,
tveimur listamönnum, tveimur athafnamönnum, einum íþróttamanni og þremur ,,wildcördum“ sem gæti verið hver sem er. Þessi orða bæri nafnið Æðsta orða íslenska lýðveldisins. Svo væru aðrar orður í gangi. Til dæmis Vinir Dorritar og Útlendir diplómatar orðurnar. Nei, bara pæling.

Önnur pæling. Á einhvern mjög undarlegan hátt líkist merki okkar dáða og mjög svo virta forseta ...

...þessari mynd af David Hasselhoff:


Skrýtið...

Að lokum langar mig að athuga hvort einhver fatti gátuna mína. Hér er hún:
Yfir hvaða haf, sigldi Sæmundur fróði yfir á selnum? Og um hvað var hann að tala um, þegar hann spurði selinn: Á hvort ætlar þú að trúa á, ljósið eða myrkrið? Í hvoru liðinu, góða eða vonda, viltu frekar vera í? Með hvorum, englunum eða púkunum, heldur þú með? Og við hvern var Sæmundur fróði í ,,raun og veru“ að tala við, þegar hann spurði þessara spurninga?
Ok. Það má svara þessum spurningum hér að ofan. En það hefur samt enga merkingu, því þetta er bara búllshitt. Alvörugátan er: Hvað er undarlegt við gátuna hér að ofan?

Verðlaunin eru ekki af verri endanum, enda eigið þið möguleika á því, að vinna ykkur inn: Tíu tíma kort í Keiluhöllina, aaadídas íþróttavörur o.s.frv...

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Eftirfarandi orðum er ofaukið: yfir, um, á, í, með, við.

Eigum við að segja klukkan 15:00 á laugardaginn í Keiluhöllinni?

þriðjudagur, 22 ágúst, 2006  
Blogger Palli said...

Ég held að aðal mysterían hér sé: Hvað varð um footnotið [1]?

þriðjudagur, 22 ágúst, 2006  
Blogger Jói Ben said...

Æ, kommon! Þetta var ekki svona einfalt! En, jú. Svarið er rétt. Allar forsetningarnar eru tvíteknar. Sést betur ef textinn er einfaldaður:

Yfir hvað sigldi Sæmi yfir? Um hvað var hann að tala um. Á hvort ætlar þú að trúa á. Í hvoru liðinu viltu vera í? Með hvorum heldur þú með? Við hvern var Sæmi að tala við?

En, jæja. Ég sé þig í keilu og tek adídas íþróttatöskuna með.

Annars er þetta góður punktur með footnotið. Ég gleymdi því inni. Ég ætlaði að koma með mjög meinlega og svæsna athugasemd um þessa ágætu konu, en hætti við.

þriðjudagur, 22 ágúst, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Datt inná bloggið þitt fyrir tilviljun.

Frábært blogg, alveg ógó húmorískt.

Sessý


P.s. Ertu alveg hættur að kíkja á Sólon á djamminu?

miðvikudagur, 23 ágúst, 2006  
Blogger Jói Ben said...

Nei, ég hætti að stunda hann í nóvember 1999. Getur nokkuð verið að þú sért að rugla mér við Svenna tvíburabróður minn? Hann er alltaf á Sólon..

miðvikudagur, 23 ágúst, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Iii... Reyndu ekki að koma þessu yfir á mig. Þú stendur einn í þessu.

fimmtudagur, 24 ágúst, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Skrítin þessi síða, væri ekki betra að forrita hana í java? Dálítið "old-school" að hafa hana svona í html.

þriðjudagur, 29 ágúst, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Skrítin þessi síða, væri ekki betra að forrita hana í java? Dálítið "old-school" að hafa hana svona í html.

þriðjudagur, 29 ágúst, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home