mánudagur


Í gær sá ég Superman Returns. Hún er léleg. Atriðið í endann, þegar hann rífur heilt land upp með rótum og flýgur með það út í geim, er alveg fáránlegt. Er kröftum hans engin takmörk sett? Að lyfta bíl eða rútu. Jú, ég skal gúddera það. En ekki heilu landi. Það er bara rugl.

Þegar hann er kominn með landið út í geim, kastar hann því í burtu, örmagnast og fellur til jarðar. Og með því bjargaði Súperman málunum. Með því að kasta landinu út í geim. Svona eftir á að hyggja spyr maður sjálfan sig hvort þetta nýja land skipti nokkru máli. Var ekki bara allt í lagi að leyfa því að vera? En, jæja. Það var kannski ekki það sem ég ætlaði að skrifa um.

Súperman eins og við þekkjum hann í dag.

Geimferðir Súpermans eru undarlegt fyrirbæri. Nú er ég ekki sleipur í geimvísindum, en einhvern tímann heyrði ég það að hlutir ættu það til að fuðra upp í gufuhvolfi jarðar. En... Jæja, jæja. Lítum framhjá því um stund. Það sem fór meira í taugarnar á mér, var hvernig myndin er tækluð eftir að hann er kominn út í geim. Ok. Hann er úti í geimnum á náttfötunum. Verður honum ekki kalt? Það er -260°C stiga hiti þarna. Og hvernig andar hann? Það er ekkert súrefni. Og ætti hann ekki að blása út eins og blaðra og springa, þar sem loftþrýstingurinn er ekki lengur til staðar? Það er ekkert við þetta sem meikar sens.

Hefði ég skrifað handritið, hefði það verið allt öðruvísi:

...Og Súperman reif landið upp með rótum og tók stefnuna út úr sólkerfinu.
[Nærmynd á Súperman, við heyrum hugsanir hans]
- Guð minn almáttugur, þetta er þungt! Heilt land. Hvað er ég að spá? Af hverju er ég að fljúga með það út úr sólkerfinu? Jæja, fyrst ég er byrjaður, get ég eins klárað þetta.
Nú fór áhrifum gufuhvolfsins að gæta og landið sem Súperman hélt á byrjaði að molast í sundur. Sjálfur upplifði hann hræðilegan sársauka og veinaði af angist.
- Aaa... aaa... aaa...! Aaa... aaa... aaa..! Aaaaaa....!
Þegar ofurhetjan komst út fyrir þyngdarsvið jarðar var hann þrekaður mjög og sviðinn eftir eldtungur gufuhvolfsins.
- Brr... það er svoldið kalt hérna. Og... ég get ekki andað. Samt gott að ég er ofurhetja. Ég er geðveikt góður að halda niðri í mér andanum.
Hann hélt áfram að fljúga. Þyngdaraflsins gætti ekki lengur og nú var landið orðið létt sem fis í höndum ofurhetjunnar. En þar sem þyndaraflið var ekki lengur til staðar, byrjaði Súperman að tapa jafnvæginu. Það er nefnilega kunn staðreynd, að fljúgandi verur eiga mjög erfitt með að fóta sig í nýju þyngdarsviði. Hann flaug því, stjórnlaus eins og drukkinn mávur, út í svartan geiminn.
- Brr... það er fáránlega kalt! Af hverju klæddi ég mig ekki betur. Og þegar út í það er farið, af hverju er ég alltaf í þessu hommalega búningi? Hver gengur eiginlega með skikkju nú til dags? Hvað er ég að spá? Og hvað er að gerast núna? Ég er allur að belgjast út! Ónei. Þetta hefur örugglega eitthvað að gera með loftþrýstinginn...
Og í því gliðnaði líkami ofurmennisins í sundur og sprakk í miklum hvelli. Samt var ekkert stórbrotið við þessa sprengingu. Bara hár hvellur.

Ofurhetjan verpir eggi.

Nú var ég skyndilega að muna eftir öðru. Í gamla daga ætluðum við Baldur Héðins að stofna skólablað. Við höfum líklega verið 11-12 ára og vorum mjög metnaðarfullir. Blaðið hét Sámur frændi og í fyrsta tölublaðinu var viðtal við Árna Tryggvason leikara (en hann stakk einmitt upp á þessu ágæta nafni). Fyrsta tölublaðið innihélt líka teiknimyndasöguna Slúperman, en það var feit og klaufaleg ofurhetja sem gat ekki gert neitt rétt. Hann gat ekki einu sinni flogið, því hann var svo þungur - og hvort fyrsta sagan hafi verið um einhvern megrunarkúr, ég man það ekki. En þetta blað var ágætt. Þó getur útgáfubransinn verið harður og það fengum við Baldur að reyna. Nafnið á blaðinu fór eitthvað fyrir brjóstið á einum kennaranna, sem tilkynnti okkur að blað með þennan titil yrði ekki gefið út innan veggja skólans. Og þarmeð var málið afgreitt. Við Baldur hættum við útgáfu og þannig fór fyrsta og síðasta skólablað ÆSK fyrir lítið.

Um helgina hitti ég ágætan vin mitt á American Style í Tryggvagötu. Eins og venjulega voru ofurkraftar ofarlega á baugi, en hann sagði að ef hann ætti að velja sér krafta, myndi hann helst vilja fljúga. Ég benti honum á nokkur tæknileg atriði sem gott er að hafa á bak við eyrað, til dæmis að hafa ætíð meðferðis áttavita ef ske kynni að hann myndi lenda í þoku. Hann þakkaði mér góða ráðleggingu og byrjaði að hjala um þau góðverk sem hann gæti gert. Ég hristi hausinn og benti honum á að líklega myndi hann bara gagnast í flutningum, og þó er það ekkert víst. Þó hann geti flogið, verður hann ekkert sterkari fyrir vikið. Líklega gæti hann bara unnið við að þrífa glugga, og ekki er það nú skemmtilegt. Hann tók undir það og vildi skipta um ofurkrafta, en var of seinn. Hann var búinn að velja.

En, já. Þetta var ágætt.

14 Comments:

Blogger Palli said...

Að fljúga? Vá hvað það er lúðalegt. Ég myndi velja að vera ósýnilegur að vild. En það er bara perrinn í mér sem vill það. Svo væri líka hægt að láta hluti fljúga og bögga fólk með því að skrifa á lyklaborðið og henda pappír út um allt.
En það er samt mikilvægt að fötin mín yrðu ósýnileg líka því að hitt væri bara asnalegt. Annars þyrfi ég að gera eins og Superman og leita að almenningsklósetti eða símaklefa. Samt ekki símaklefa, því að þeir eru með rúðum.
Aðrir góðir ofurkraftar eru að lesa hugsanir. Það væri magnað. Takk fyrir mig.

fimmtudagur, 17 ágúst, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Sko superman lyftir hlutum og flýgur með hugaraflinu en ekki kröftunum þar af leiðandi skiptir engu hversu stór hlutur eða þungur hluturinn er, yeah! Go super!

Í öðru lagi það notaði hann ofurhitageislann úr augunum til að bræða jörðina undir landinu og bjó til glerskál undir skikanum þannig að það myndi ekki brotna. Reyndar skil ég ekki af hverju kryptonið í eyjunni drap hann ekki en hann er Superman. Super! yeah

Sammála Palla að ósýnileiki væri kúl en ég væri til í að geta verið hamskiptir. Þá gæti perrinn í mér bara breytt mér í konu, þyrfti ekki að fara út úr húsi.

fimmtudagur, 17 ágúst, 2006  
Blogger Jói Ben said...

Ég myndi vilja geta lesið hugsanir. Þá myndi ég vera eins og Mel Gibson í myndinni What women want. Hann kunni að nýta sér það vel. Samt. Helen Hunt? Er það málið?

Annars var ég að hugsa um það hvað við þrír gætum orðið góðir njósnarar. Palli ósýnilegur. Ég hugsanalesari. Og Helgi hamskiptir. Ég sé þetta fyrir mér:

Rolls Roys stoppar fyrir utan Hvíta húsið. Það eru bara tveir inni. Ég farþegameginn fram í. Helgi væri búinn að breyta sér í einkabílstjóra. Palli situr aftur í, hann er ósýnilegur. Við förum út. Helgi er búinn að breyta sér í lífvörð minn. Öryggisverðirnir kinka til mín kolli. Við förum inn.

Helgi breytir sér í magadansmær sem stráir rósablöðum við fótskör mína. Forseti Bandaríkjanna verður heillaður af þessum útlenda manni, ég les það í huga hans. Þegar ég skynja að tímasetningin er rétt, lætur Palli vaða og rotar Bush. Helgi breytir sér í nýjan Bush, og verður þannig valdamesti maður í heimi.

Já. Jaaaú. Þetta er gott plan. Mjög gott. - Okkur vantar samt pínulítið sterka manninn, einhver sem gæti haldið á Bush út úr Hvíta húsinu. Ég var að spá hvort Tommi væri til í að taka það að sér?

fimmtudagur, 17 ágúst, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég myndi vilja að ofurkraftarnir mínir eru að vera með ógeðslega stórt svart typpi.

föstudagur, 18 ágúst, 2006  
Blogger Palli said...

Það gagnast svo sem líka við að eiga við Bush. Tommi refsar honum semsagt.

föstudagur, 18 ágúst, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, mig dreymir geðveikt um þetta. Ég var að prófa að mála typpið á mér svart og það var geðveikt töff.

föstudagur, 18 ágúst, 2006  
Blogger Jói Ben said...

Tommi! Þetta eru glataðir ofurkraftar. Af hverju ætti svart typpi að breyta einhverju? Þetta meikar engan sens.

Eða hvað? Þú gætir borið ofurhetjunafnið black guy og kallaðir drjólann justice. Svo sængaðir þú með öllum glæpamönnum borgarinnar. This is justice! Væri frasinn þinn. And these are law and order. Svo myndir þú sýna hægri og vinstri hnefana.

Æ, veistu Tommi. Samt ekki. Þetta meikar einhvern veginn engan sens.

föstudagur, 18 ágúst, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Hey! Þú ert bara öfundsjúkur því ég yrði með miklu stærra typpi en þú! Greinilega einhver minnimáttarkennd í gangi!

mánudagur, 21 ágúst, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Tommi er með geðveikt fallegt typpi finnst mér.

mánudagur, 21 ágúst, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Sammála síðasta ræðumanni!

þriðjudagur, 22 ágúst, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég segi bara eins og Whoopi Goldberg í myndinni Sister Act 2: I totally agree with you, father Christopher. I tooo-tally agreee... (og svo missti hún bókina út um gluggann). Klassi...

þriðjudagur, 22 ágúst, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er ekki frá því að þér veitti af að geta lesið hugsanir kvenna Jói minn ;)

Heiða, sem er samt bara að stríða... eða ekki. Ómögulegt að vita nema með hugsanalestri

þriðjudagur, 22 ágúst, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er ekki frá því að þér veitti af að geta lesið hugsanir kvenna Jói minn ;)

Heiða, sem er samt bara að stríða... eða ekki. Ómögulegt að vita nema með hugsanalestri

þriðjudagur, 22 ágúst, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er ekki frá því að þér veitti af að geta lesið hugsanir kvenna Jói minn ;)

Heiða, sem er samt bara að stríða... eða ekki. Ómögulegt að vita nema með hugsanalestri

þriðjudagur, 22 ágúst, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home