föstudagur

Ég var að uppgötva
youtube. Það er ansi snjallt og þar má finna nánast hvað sem er. Nú er ég búinn að þræða í gegn um flest öll Michael Jackson myndböndin og er búinn að komast að því að hann er snillingur. Til dæmis fann ég þetta myndband af honum 14 ára í sjónvarpsþætti Sonny og Cher. Lagið sem hann flytur heitir Ben og er samið af honum.

Lagið var á toppi bandaríska listans í eina viku, en Chuck Berry stal efsta sætinu með laginu My ding-a-ling [1].

Mér finnst lagið flott. Kannski svoldið væmið, en flott engu að síður. Ég gæti talað í allan dag um Michael, en ætla að skrifa meira um youtube. Það er hægt að finna allt þar.

Árið 1991 hafði ég mikinn áhuga á frjálsum íþróttum. Ég prófaði að fletta upp langstökk-einvígi Mike Powels og Carl Lewis. Auðvitað var hægt að finna það á youtube. Læt það fylgja.

Í einvíginu setti Mike Powel heimsmet, stökk 8.95 metra. Mér fannst það magnað. Carl Lewis var ótrúlega fúll, enda held ég að hann sé algjör dolla.

8.95 metrar. Er hægt að stökkva lengra? Er hann ekki kominn ansi nálægt mörkum mannlegrar getu? Einhvers staðar hljóta þau að liggja. Mun ekki koma sá tími, að menn hætta að setja heimsmet; það er búið að ná þeim öllum. Og helstu afreksmennirnir munu í mesta lagi geta jafnað metin. Það hlýtur að vera.

Smá Whoopi hér í restina. Og ég spyr aftur: Er hægt að toppa þetta? Ég held ekki.



[1]

Hvað er það? My ding-a-ling?

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ertu með þitt dingaling á heilanum?

föstudagur, 08 september, 2006  
Blogger T said...

Djöfull er Whoopi góð!

föstudagur, 08 september, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Djöfull fer þess helvítis tónlist í taugarnar á mér í Powell vs. Lewis.

Ég er ekki frá því að mér finnist Whoopi Goldberg ein ófyndnasta manneskja í heimi. Fer bara eitthvað geðveikt í taugarnar á mér.

ps. ég er ekki á túr.

föstudagur, 08 september, 2006  
Blogger Jói Ben said...

Kriz: Já, ég er sammála þér með tónlistina. Hún er alveg einstaklega sveitt. Líka effectarnir, þegar bronsfilma er sett yfir myndina. Eins og það sé eitthvað flott?

Are you ready to fly? Together, reach for the sky.

Hér er djúpt kveðið.

Tommi: Já, ég er sammála. Fyrirgefðu að ég var að dissa þig um daginn fyrir Whoopi-eftirhermuna. Ég tek það aftur. Hún er snillingur! Og í þessum nunnubúningi að láta kórinn syngja gospel... Hverju tekur hún eiginlega upp á næst? (Hvað Kristján varðar, held ég að hann sé bara öfundsjúkur út í Whoopi fyrir að vera svona fyndin).

Sæunn: Í guðana bænum og í síðasta sinn: Hættu þessu! Þetta er ekki fyndið! Og þetta var aldrei fyndið! Ætla bara að láta þig vita, að ef þú hættir ekki að hringja í mig, eða elta mig um bæinn, á ég eftir að hringja á lögregluna. Ok?

föstudagur, 08 september, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

En, Jói... Ég elska þig...

laugardagur, 09 september, 2006  
Blogger Jói Ben said...

Jájájá. Þú ert ágæt.

sunnudagur, 10 september, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home