Sumir segjast ekki fíla Woody Allen, segja að hann leiki alltaf sömu týpuna og að hann fari í taugarnar á sér. Ofan á það bætist, að hann er með stjúpdóttur sinni og það er voða ljótt.
Ég ætla svosem ekki að svara fyrir seinna atriðið, enda á ekki að dæma listamenn af prívatlífi þeirra (Fyrir utan Damonnu (stafarugl), hún er drusla). Hitt er annað, að ég kenni fáfræði þeirra um sem segjast ekki fíla Woody Allen. Ég held að þeir viti hreinlega ekkert hvað þeir eru að tala um. Sáu kannski eina mynd árið 1991 sem þeir skildu ekki bofs í og komust því að þeirri niðurstöðu að Woody Allen sé leiðinlegur gaur. En þannig er það ekki. Ónei. Þannig er það sko ekki.
Mig langar til að gera samkomulag við þetta illa upplýsta fólk: Ef ykkur finnst þessi stuttmynd (Oedipus Wrecks ~ 40 mín) leiðinleg, skal ég taka mark á dylgjum ykkar og rógburði [1]. Að mínu mati er hún gott dæmi um húmor Woodys.
Hins vegar: Ef ykkur finnst myndin skemmtileg, langar mig að skora á þetta sama fólk að gefa honum ennfrekari séns. Ég tók saman lista, sem væri gott að hafa á bak við eyrað næst þegar kíkt er út á vídjóleigu. Hann er í fimm þrepum, og hef ég þær myndir fremstar sem ég held að séu líklegastar að falla í kramið hjá fólki:
1. Play it again, Sam
Hef hana fyrsta, vegna þess að hún er svo aðgengileg. Söguþráðurinn er léttur og góður húmorinn skín í gegn. Góð fyrsta mynd.
2. Annie Hall
Þetta er líklega frægasta mynd Woody Allen, en hún var valin besta myndin á Óskarsverðlaunahátíðinni 1977. Myndin er fyndin og ekki út í vindinn. En það sem hún hefur fram yfir Play it again, Sam er dýpt. Er samt ekki of þung. Bara voða næs.
3. ???
Ein þessara mynda er hæf sem þriðja mynd:
* Everthing you alway wanted to know about sex* (*But were afraid to ask)
* The purple rose of Cairo
* Bullets over Broadway (Og þó. Kannski betra að geyma hana þangað til seinna.)
* Deconstructing Harry
* Sweet and lowdown
* Love and death (Er ein af mínum uppáhaldsmyndum. Er samt ekki viss um að allir hafi húmor fyrir henni.)
* Zelig
4. Husbands and wives, Manhattan eða Hannah and her sisters
Þessar myndir eru frekar þungar, þannig séð. Woody tekst á meistaralegan hátt að vefja saman snjöllum sögum og góðum húmor. Ég mæli samt ekki með að fólk horfi á þessar myndir fyrr en það er búið að ,,fatta" húmorinn hans.
5. Crimes and misdemeanors.
Og loks er það uppáhalds myndin mín. Hún svipar mjög til myndanna þriggja hér að ofan, snjöll og fyndin. Nema, á einhvern hátt er hún aðeins snjallari. Hefur einhvern veginn allan pakkann, rétt eins og Annie Hall.
Listinn er að sjálfsögðu ekki tæmandi, og kannski nokkrar myndir í viðbót sem ættu heima á þrepi þrjú. Ég skildi viljandi eftir allar drama-myndirnar hans, enda kannski pínulítið úr karakter. En, já. Ég er eiginlega forvitnastur að sjá hvort að einhverjum mislíki stuttmyndin. Ef svo er, endilega kommenta á það (Nema Sæunn Stefáns. Hún má ekki kommenta meira).
[1]
Eða, svona upp að vissu marki. Ég mun náttúrulega aldrei taka mark á því. En ég skal viðurkenna skoðun þessa fólks. Eða, svona upp að vissu marki.
17 Comments:
Hvað með curse of the jade scorpion? Hmmmm... Heiða
Ég myndi setja Match Point inn á "solid"-listann. Massíft kvikindi.
sammála síðasta ræðumanni.
Hmmm... ég skal checka á stuttmyndinni og svo á ég ennþá eftir að horfa á myndirnar sem ég fékk hjá þér. Ég er dáldið spenntur að sjá hvort mér finnist hann ennþá vera leiðinlegur eftir það. Mér fannst samt Bananas vera skemmtilegasta myndin með honum (sem ég hef a.m.k. séð). Fannst Annie Hall leiðinleg enda Diane Keaton einstaklega leiðinleg leikkona.
Ég er að vísu orðinn dáldið spenntur núna að checka á þessu núna...
Ég fíla kallinn svona oftast. Á listann finnst mér vanta Banana, en þeir eru mjög góðir (og hollir). Mér finnst Annie Hall eiginlega leiðinlegasta mynin hans (af þeim sem ég hef séð) en hún hefði örugglega verið góð ef maður hefði séð hana 1977.
Ég er ekki sammála með Curse of the Jade Scorpion. Mér finnst hún ekki vera hluti af góðu myndunum. Hún er ok, en ekkert stykki. Fer beint í flokkinn með Small Times Crooks, Anything Else og Hollywood Ending. Léttar myndir, en ekki nógu kjötmiklar. Sérstaklega finnst mér Anything Else léleg.
Match Point er góð, en það er varla hægt að setja hana inn á þennan lista. Hún er ekki nógu fyndin til þess að detta inn á fyrstu þrjú þrepin, en gæti komið inn á þrep fjögur. Samt ekki. Ég kaus að hafa Manhattan Murder Mistery ekki á lista af sömu ástæðu. Þú þarft að vera búinn að gúddera Woody ansi duglega til þess að endast í gegn um þessar myndir.
Vinkona mín ein í Danmörku sagði að helmingurinn af bíógestunum hefðu farið út af Match Point áður en hún var búinn. Það finnst mér hvort tveggja vera til vitnis um hvað hún er óaðgengileg og hve Danir eru vitlausir.
Ég hef aldrei verið hrifinn af Bananas. Hún er eiginlega of Wacky fyrir minn smekk. Minnir á einhvern hátt á Chaplin-delluna. Það er ekkert fyndið við hann - fyrir utan auðvitað göngulagið. Hahaha! Ég hlæ bara upphátt þegar ég hugsa um það hve útskeifur hann er. Hahaha! Hvílíkt og annað eins!!
Annars er ég forvitinn að heyra þitt álit, Kristján, á Oedipus Wrecks. Ég get ekki séð það fyrir.
Tommi: Tékkaðu á Oedipus Wrecks. Ég væri líka til í að heyra þitt álit á henni.
Annars held ég að þú hefðir örugglega gaman að myndinni Whats Up, Tiger Lily. Einhver snillingurinn er búinn að skrifa um myndina hér.
Þessi stuttmynd reddaði alveg áliti mínu á Woody þegar ég var ca. 14 ára og hafði bara endst gegnum 20 mínútur af Alice og komist að þeirri niðurstöðu að Allen væri grútleiðinlegur (og hefði slæman kvensmekk).
Annars held ég að meira en helmingurinn af myndunum hans standi og falli með því hvort manni finnist hann sjálfur vera fyndinn eða hvort taugaveiklunin fari í veiklurnar á fólki. Ég þekki nefnilega einstaklinga sem hata Woody Allen en fannst Purple Rose góð og Match Point frábær.
GJA
Hún er góð.
Ég er búin að horfa á þessa mynd og fannst hún ótrúlega sniðug. Woody Allen minnir mig stundum alveg ótrúlega mikið á Birki Jón Jónsson. Þeir eru alveg ótrúlega líkir!!!!!
p.s.
Ég er ekki viss um að rjómabollumegrunarkúrinn minn sé að virka? Eða hvað finnst þér?
Tommi: Ich weis!
Súsí-q: Ich weis!
p.s.
Hann er að virka!
Ég er ekki búin að horfa á stuttmyndina en ég verð samt aðeins að fá að taka upp hanskann fyrir Madonnu, hún er snillingur og algjör óþarfi að vera eitthvað að dissa hana!
Þetta var Svanhildur.
sorrí... ég skal breyta þessu...
- joe
Jæja, ég horfði á stuttmyndina. Fannst hún svona allt í lagi. Eins og þú segir, Jói, þá grunar mig einmitt að þetta sé dæmigert fyrir Woody Allen húmor. Sem er ekkert mjög gott fyrir mig... Mér fannst hún ekki leiðinleg en ekkert sérstaklega skemmtileg heldur. Skildi frekar lítið eftir. Svo auðvitað fer þessi taugaveiklaði karakter í taugarnar á mér og svo var móðurkarakterinn enn meiri cliché new york jewish mamma sem fór jafnvel meira í taugarnar á mér. Oh well, ætla samt að checka á gömlu myndunum sem þú mældir með.
En þú sagðir að Chaplin væri ekki góður, ég ætla að vera ósammála þér þar. Mig minnti að þetta væri ekkert fyndið en svo þegar ég horfði á nokkrar myndir með honum síðustu mánuði þá var bara fullt af fyndnum atriðum. Sum að vísu svo silly og asnaleg að þú voru bara fyndin vegna þess. Furðulegt.
Ok. Ef þú hefðir bara sagt að Woody væri lélegur, hefði ég hugsað: Uss suss suss. Ekki er þetta nú gott. Greyið vinur minn hann Kristján hefur augljóslega engan húmor. Best að brenna nokkra geisladiska með klassískri tónlist handa honum og kannski kaupa nokkur tölublöð af Newsweek. Það ætti að gleðja hann. Ef það er þá hægt, að gleðja þennan dreng?
En svo segirðu, í næstu efnisgrein, að Chaplin sé fyndinn og staðfestir þarmeð að þú hafir húmor. Og það er ekki nógu gott, því Chaplin er ekkert fyndinn [1].
Ég mæli með því, að þú gerir eftirfarandi hluti:
* Borðir hollari mat og farir kannski reglulega út að skokka.
* Hættir að hanga með Randveri Þorlákssyni.
* Leitir aðstoðar hjá lækni. Ef það klikkar skaltu prófa sálfræðing. Ef það klikkar skaltu tala við prest.
En, jæja. Þú gafst Woody séns og ég fór ekki fram á meira en það. Ég held úr þessu, að þú getir gleymt Annie Hall. En, bíddu bíddu... ég hef lúmskan grun um að þú fílir What's Up, Tiger Lily?. Já, ég held það. Þú getur fengið hana hjá mér.
[1]
Fyrir utan þessa klippu. Það er svoldið fyndið þegar hann er að elta konurnar.
Ég held að ég muni hafa gaman að What's up Tiger Lily. Ég fékk hana hjá þér og hlakkar til að horfa á hana.
Mér fannst Annie Hall ekki skemmtileg...
Skrifa ummæli
<< Home